Innlent

Kom saklausri konu í miklar ógöngur

Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að villa á sér heimildir í þrígang árið 2002 þegar hún var stöðvuð vegna umferðarlagabrota.

Konan er sökuð um að hafa gefið upp nafn og kennitölu konu á fertugsaldri þegar hún var stöðvuð í þrjú skipti í febrúar og mars 2002, sem leiddi til þess að röng kona var sökuð um umferðar­lagabrot og boðið að ljúka þeim með sektargreiðslu. Sú neitaði því, enda hafði hún enga sök átt að máli, og voru sektarboðin þá árituð af héraðsdómara um viðurlög.

Þung refsing getur legið við því að gera saklausu fólki upp sakir.

Ríkissaksóknari fer með málið. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×