Innlent

Telur piltinn í hættu í fangelsi

Hæstiréttur Héraðsdómur hafði dæmt piltinn í gæsluvarðhald til 24. október en Hæstiréttur stytti það til 27. september.
Hæstiréttur Héraðsdómur hafði dæmt piltinn í gæsluvarðhald til 24. október en Hæstiréttur stytti það til 27. september.

Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir nítján ára pilti sem stakk föður sinn í síðuna með hnífi aðfaranótt 17. júní. Einn dómaranna skilaði sératkvæði í málinu og telur piltinn í hættu í fangelsi.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í gæsluvarðhald til 24. október en Hæstiréttur stytti varðhaldið til 27. september. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að pilturinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, en faðir piltsins hlaut lífshættulega áverka af stungunni.

Einn dómaranna þriggja sem málið dæmdu, Hjördís Hákonardóttir, skilaði sératkvæði þar sem hún taldi áframhaldandi gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt og lagði til að dómur héraðsdóms yrði felldur úr gildi.

Segir hún ljóst af gögnum málsins að pilturinn hafi stungið föður sinn eftir að faðirinn ögraði honum. Pilturinn hafi ekki áður orðið uppvís að hegningarlagabrotum og geðlæknir telji persónuleika og sálarástand piltsins þess eðlis að honum sé hætta búin af lengri fangavist. Þá tekur hún fram að geðlæknir telji enga hættu stafa af piltinum og að meðferðarráðgjafi segi að ekkert bendi til þess að hann sé afbrota- eða ofbeldishneigður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×