Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda 8. ágúst 2006 07:30 Halla Tómasdóttir Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“ Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira