Skattgreiðendur sjö þúsund fleiri en 2005 29. júlí 2006 09:00 Reyndu að hindra aðgengi að skattskrám Forystumenn Sambands ungra sjálfstæðismanna, þeir Ýmir Örn Finnbogason og Borgar Þór Einarsson, mættu á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í gær og reyndu að koma í veg fyrir aðgengi almennings að skattskránum. Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær. Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira
Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær.
Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira