Búa sig undir fyrsta veturinn 28. júlí 2006 06:00 Þeir sem fara akandi frá höfuðborginni til Vestfjarða hafa margir átt góðar griðastundir við þjóðveginn í Bjarkalundi. Í vetur tóku nýir eigendur við staðnum og í kjölfarið hefur verið ráðist í nokkrar breytingar. Freyja Ólafsdóttir kokkur fór með blaðamanni um staðinn og sagði honum hvað til stendur. Hér eru allir að bíða eftir flatskjánum, segir hún og bendir á hvítan flöt á veggnum í matsalnum. Málið er hins vegar það að þetta er tréplata sem sett var fyrir gluggann en það þurfti að taka rúðuna úr til að koma nýja barborðinu inn. Rúðan fer svo aftur í, segir hún og brosir við. Hún hefur unnið síðastliðin fimm sumur í Bjarkalundi en hún kennir í Lágafellsskóla á veturna. Það hefur alltaf verið lokað hérna þegar ég fer suður en nú verður breyting á þar sem Bjarkalundur á að vera opinn fram á vetur, jafnvel í allan vetur. Ekki er vanþörf á, því ef menn leggja af stað frá Reykjavík áleiðis til Barðastrandar eftir klukkan fimm á veturna þá hafa þeir engan áningarstað frá Borgarnesi og vestur. Svo er þetta kjörinn staður fyrir fyrirtæki sem vilja bæta andann hjá starfsfólkinu og koma með það hingað þar sem ekkert gemsasamband er. Ekki láta menn í Bjarkalundi nú hamborgarana og pylsurnar um að laða ferðamenn að, því ætlunin er að halda fjölskylduhátíð þar um verslunarmannahelgina með tónlist, uppákomum og jafnvel leiktækjum. En til að Bjarkalundur verði til fyrir veturinn þarf að tvöfalda glerin í gluggum og verður senn farið í það verk. Einnig hefur nýjum hitablásurum verið komið fyrir í Bjarkalundi en þau tæki taka loft í kassa sem er fyrir utan, hita það og blása svo innandyra. Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þeir sem fara akandi frá höfuðborginni til Vestfjarða hafa margir átt góðar griðastundir við þjóðveginn í Bjarkalundi. Í vetur tóku nýir eigendur við staðnum og í kjölfarið hefur verið ráðist í nokkrar breytingar. Freyja Ólafsdóttir kokkur fór með blaðamanni um staðinn og sagði honum hvað til stendur. Hér eru allir að bíða eftir flatskjánum, segir hún og bendir á hvítan flöt á veggnum í matsalnum. Málið er hins vegar það að þetta er tréplata sem sett var fyrir gluggann en það þurfti að taka rúðuna úr til að koma nýja barborðinu inn. Rúðan fer svo aftur í, segir hún og brosir við. Hún hefur unnið síðastliðin fimm sumur í Bjarkalundi en hún kennir í Lágafellsskóla á veturna. Það hefur alltaf verið lokað hérna þegar ég fer suður en nú verður breyting á þar sem Bjarkalundur á að vera opinn fram á vetur, jafnvel í allan vetur. Ekki er vanþörf á, því ef menn leggja af stað frá Reykjavík áleiðis til Barðastrandar eftir klukkan fimm á veturna þá hafa þeir engan áningarstað frá Borgarnesi og vestur. Svo er þetta kjörinn staður fyrir fyrirtæki sem vilja bæta andann hjá starfsfólkinu og koma með það hingað þar sem ekkert gemsasamband er. Ekki láta menn í Bjarkalundi nú hamborgarana og pylsurnar um að laða ferðamenn að, því ætlunin er að halda fjölskylduhátíð þar um verslunarmannahelgina með tónlist, uppákomum og jafnvel leiktækjum. En til að Bjarkalundur verði til fyrir veturinn þarf að tvöfalda glerin í gluggum og verður senn farið í það verk. Einnig hefur nýjum hitablásurum verið komið fyrir í Bjarkalundi en þau tæki taka loft í kassa sem er fyrir utan, hita það og blása svo innandyra.
Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira