Tíu þúsund fá engar bætur 28. júlí 2006 08:00 Jóhanna Sigurðardóttir Þingmaður Samfylkingarinnar segist telja óðelilegt að hækkun fasteignamats leiði til skerðingar vaxtabóta. MYND/GVA Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fá tíu þúsund færri einstaklingar vaxtabætur þetta árið. Greiðslur vaxtabóta lækka jafnframt um sjö hundruð milljónir vegna tekna árið 2005. Þessa skerðingu má meðal annars rekja til hækkunar á fasteignamati um 35 prósent á milli ára. „Það er óeðlilegt að mínu viti að hækkun á fasteignamati leiði til þess að vaxtabætur skerðist,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar. „Það hefur ekkert breyst í hugum þessa fólks frá því að það fékk vaxtabætur í fyrra nema að fasteignamatið hefur verið að hækka.“ Jóhanna segir að mörgum muni bregða í brún þegar þeir sjá skerðinguna svart á hvítu á álagningarseðlunum sem berast munu landsmönnum á næstu dögum. „Fólk er búið að reikna með vaxtabótunum í sínum útgjöldum fyrir árið og gerði sér ekki grein fyrir hversu mikil skerðingin yrði,“ segir Jóhanna. Í samkomulagi á milli Alþýðusambands Íslands og ríkisstjórnarinnar frá því í júní er kveðið á um að ákvæði laga um vaxtabætur verði endurskoðuð ef í ljós komi að hækkun fasteignaverðs verði til skerðingar á vaxtabótum. „Fjármálaráðherra verður að vinda sér í þessa leiðréttingu svo að fólk fái það sem það reiknaði með ef ekkert hefur breyst í kjörum þess,“ segir Jóhanna. Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fá tíu þúsund færri einstaklingar vaxtabætur þetta árið. Greiðslur vaxtabóta lækka jafnframt um sjö hundruð milljónir vegna tekna árið 2005. Þessa skerðingu má meðal annars rekja til hækkunar á fasteignamati um 35 prósent á milli ára. „Það er óeðlilegt að mínu viti að hækkun á fasteignamati leiði til þess að vaxtabætur skerðist,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar. „Það hefur ekkert breyst í hugum þessa fólks frá því að það fékk vaxtabætur í fyrra nema að fasteignamatið hefur verið að hækka.“ Jóhanna segir að mörgum muni bregða í brún þegar þeir sjá skerðinguna svart á hvítu á álagningarseðlunum sem berast munu landsmönnum á næstu dögum. „Fólk er búið að reikna með vaxtabótunum í sínum útgjöldum fyrir árið og gerði sér ekki grein fyrir hversu mikil skerðingin yrði,“ segir Jóhanna. Í samkomulagi á milli Alþýðusambands Íslands og ríkisstjórnarinnar frá því í júní er kveðið á um að ákvæði laga um vaxtabætur verði endurskoðuð ef í ljós komi að hækkun fasteignaverðs verði til skerðingar á vaxtabótum. „Fjármálaráðherra verður að vinda sér í þessa leiðréttingu svo að fólk fái það sem það reiknaði með ef ekkert hefur breyst í kjörum þess,“ segir Jóhanna.
Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira