Maðurinn sem slasaðist þegar hann ók flutningabíl með brotajárnsfarm fram af veginum efst á Bessastaðafjalli í Fljótsdal í fyrradag hefur verið útskrifaður af Heilsugæslunni á Egilsstöðum.
Maðurinn, sem er hollenskur en ekki pólskur eins og misfórst í Fréttablaðinu í gær, slapp ótrúlega vel og hlaut aðeins minniháttar meiðsl. Hann rifbeinsbrotnaði, hlaut skurð á höfuð og marðist vegna bílbelta. Að sögn Sveins Ásgeirssonar, annars eiganda Hringrásar, vill maðurinn ólmur komast undir stýri aftur.