Landsvirkjun sögð raska Eyjabökkum 28. júlí 2006 07:30 Sigurður Arnalds Framkvæmdir Á Eyjabökkum er verið að reisa Ufsarstíflu, sem samkvæmt umhverfismati á að vera 32 metrar á hæð en er í raun fimm metrum hærri, segir Bjarki Bragason, einn talsmanna samtakanna Íslandsvina. Fyrir vikið verði uppistöðulónið mun stærra að flatarmáli en greint hefur verið frá. Þessu hafnar Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Við undirbúning framkvæmdanna var áætlað hve þykkt væri á fast en þetta hafði þá lítið verið rannsakað. Svo kom í ljós að lægsti punktur berggrunnsins er lægri en við töldum. Stíflan er enn jafn marga metra yfir sjávarmáli og miðlunarlónið því óbreytt. Bjarki segir einnig að fossaraðir í Jökulsá á Fljótsdal muni þurrkast upp, en nokkrir tilkomumiklir fossar eru í fljótinu. Það er verið að stífla ána og stöðva framgang hennar í sínum farvegi. Því hafnar Sigurður en viðurkennir að framkvæmdirnar hafi áhrif. Fyrri hluta sumars verður skert rennsli á fossunum en flest ár er rennslið eðlilegt síðari hluta sumars. Við skerðum því fullt rennsli á þá en það er rangtúlkun og ofsagt að við séum að þurrka upp fossa. Eyjabakkar eru í hættu, stóð á borða mótmælenda á miðvikudag á veginum upp að Hraunaveitu, norðan Eyjabakka. Bjarki segir greinilegt að ekki hafi verið hlustað á þá 45 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir tillögu þess efnis að vernda bæri Eyjabakka þó almennt hald manna sé að svæðinu hafi verið þyrmt. Umræðunni er beint frá þessum minni framkvæmdum, sem þó eru gríðarlega umfangsmiklar þegar þær eru skoðaðar. Sigurður Arnalds hafnar þessum ásökunum. Hann segir framkvæmt í takt við umhverfismatið frá árinu 2000 og öllum hafi mátt ljóst vera í hvað stefndi. Öll mannvirki séu talsvert langt frá Eyjabökkum og þeim og lífríkinu í engu raskað. Vilji þeirra sem mótmæltu lóni á Eyjabökkum var virtur. Ekkert nýtt hefur komið fram og ef þetta kemur flatt upp á mótmælendur eru þeir einfaldega ekki nógu vel heima í þessu, segir Sigurður. Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Framkvæmdir Á Eyjabökkum er verið að reisa Ufsarstíflu, sem samkvæmt umhverfismati á að vera 32 metrar á hæð en er í raun fimm metrum hærri, segir Bjarki Bragason, einn talsmanna samtakanna Íslandsvina. Fyrir vikið verði uppistöðulónið mun stærra að flatarmáli en greint hefur verið frá. Þessu hafnar Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Við undirbúning framkvæmdanna var áætlað hve þykkt væri á fast en þetta hafði þá lítið verið rannsakað. Svo kom í ljós að lægsti punktur berggrunnsins er lægri en við töldum. Stíflan er enn jafn marga metra yfir sjávarmáli og miðlunarlónið því óbreytt. Bjarki segir einnig að fossaraðir í Jökulsá á Fljótsdal muni þurrkast upp, en nokkrir tilkomumiklir fossar eru í fljótinu. Það er verið að stífla ána og stöðva framgang hennar í sínum farvegi. Því hafnar Sigurður en viðurkennir að framkvæmdirnar hafi áhrif. Fyrri hluta sumars verður skert rennsli á fossunum en flest ár er rennslið eðlilegt síðari hluta sumars. Við skerðum því fullt rennsli á þá en það er rangtúlkun og ofsagt að við séum að þurrka upp fossa. Eyjabakkar eru í hættu, stóð á borða mótmælenda á miðvikudag á veginum upp að Hraunaveitu, norðan Eyjabakka. Bjarki segir greinilegt að ekki hafi verið hlustað á þá 45 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir tillögu þess efnis að vernda bæri Eyjabakka þó almennt hald manna sé að svæðinu hafi verið þyrmt. Umræðunni er beint frá þessum minni framkvæmdum, sem þó eru gríðarlega umfangsmiklar þegar þær eru skoðaðar. Sigurður Arnalds hafnar þessum ásökunum. Hann segir framkvæmt í takt við umhverfismatið frá árinu 2000 og öllum hafi mátt ljóst vera í hvað stefndi. Öll mannvirki séu talsvert langt frá Eyjabökkum og þeim og lífríkinu í engu raskað. Vilji þeirra sem mótmæltu lóni á Eyjabökkum var virtur. Ekkert nýtt hefur komið fram og ef þetta kemur flatt upp á mótmælendur eru þeir einfaldega ekki nógu vel heima í þessu, segir Sigurður.
Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira