Tíu sérsveitarmenn verða ráðnir í haust 28. júlí 2006 07:00 Sérsveitin á æfingu Helsta skýringin á auknum rekstrarkostnaði embættis Ríkislögreglustjóra er fjölgun sérsveitarmanna og kaup á búnaði fyrir sveitina. MYND/Valli Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira