Stækkun sem dugar til 2016 26. júlí 2006 07:45 Ný uppgönguleið um laufskálann Meðal breytinga sem þegar hafa verið teknar í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ný leið frá innritunarsal upp á aðra hæð norðurbyggingarinnar. Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér. Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér.
Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira