Féll marga metra af gaffli lyftara og lést 26. júlí 2006 07:00 Hellisheiðarvirkjun Mennirnir eru starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, og þegar slysið varð voru þeir við vinnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur. Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur.
Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira