Hótaði afsögn á fundinum 25. júlí 2006 07:45 Sigursteinn Másson Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn. Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn.
Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira