Fleiri banaslys í dreifbýli 25. júlí 2006 06:30 Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira