Guðjón segir lögbrot hafa verið nauðsyn 25. júlí 2006 07:30 Guðjón Hjörleifsson Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það. Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það.
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira