Bannað að leigja út nektardansmeyjar 24. júlí 2006 03:30 Nektardansmær Löggjöf um nektardans utan nektardansstaða er óljós að mati lögfræðings, en víst er að eitthvað er um að staðirnir standi fyrir slíkri útleigu. Myndin er erlend. MYND/AFP Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins. Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins.
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira