Bannað að leigja út nektardansmeyjar 24. júlí 2006 03:30 Nektardansmær Löggjöf um nektardans utan nektardansstaða er óljós að mati lögfræðings, en víst er að eitthvað er um að staðirnir standi fyrir slíkri útleigu. Myndin er erlend. MYND/AFP Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira