Fjárfesting félagsins stórkostleg mistök 24. júlí 2006 07:45 Vestmannaeyjabær Þegar Íslensk matvæli urðu gjaldþrota tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum fjármunum. Í greinargerð sinni segir Bergur Ágústsson að bæjarstjórn hafi ekki vitað af þessum kaupum þegar hún lagði pening í félagið. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira