Ráðherra segir stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað 23. júlí 2006 08:30 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra Hefur hrint af stað vinnu sem miðar að því að móta heildstæða forvarnastefnu, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. MYND/Pjetur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“ Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira