Ráðherra segir stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað 23. júlí 2006 08:30 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra Hefur hrint af stað vinnu sem miðar að því að móta heildstæða forvarnastefnu, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. MYND/Pjetur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“ Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“
Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira