Lægra matvöruverð 22. júlí 2006 06:00 Íslenskir neytendur hafa um langt skeið búið við að matvara hefur verið ofurskattlögð og stjórnvöld fylgt einhverri mestu haftastefnu á Vesturlöndum á innflutning á búvöru. Það væri því fagnaðarefni ef stjórnvöld nýttu nýjar tillögur matvörunefndar til að lækka tolla og gjöld svo innkaupakarfa heimilanna mætti lækka. Það væru einhver stærstu skref sem stigin hafa verið til að bæta hag heimilanna allt frá því að Bónus var stofnað árið 1989. Í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrr á árinu taldi ég að skipun nefndarinnar yrði gæfuspor í þá átt að lækka matvöruverð meira en nokkru sinni fyrr. Svo virðist vera að koma á daginn. Tillögur nefndarinnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir einföldun í skattlagningu, í öðru lagi minni skattlagningu og þriðja lagi auknu frelsi í innflutningi á matvöru. Með því að framkvæma tillögur nefndarinnar geta stjórnvöld slegið tvær flugur í einu höggi; dregið úr undirliggjandi verðbólgu og bætt hag heimilanna verulega. Niðurstaða nefndarinnar er í samræmi við niðurstöðu sem kom fram í lok síðasta árs í skýrslu samkeppniseftirlits á Norðurlöndunum um verð á matvöru. Ein helsta niðurstaða þeirrar skýrslu var sú að tollar og gjöld væru meginástæðan fyrir háu matvöruverði hér á landi. Á það hafa reyndar fleiri bent hin síðustu ár, enda hér á landi einhver mestu og hæstu opinberu gjöld á matvöru og aðra nauðsynjavöru í Evrópu. Auk þess hamla innflutningshöft eðlilegu vörustreymi til landsins. Stjórnvöld hafa haft öll spilin á hendi en hafa valið að viðhalda ofurskattlagningu og haftastefnu. Fyrir boðbera viðskiptafrelsis og hóflegrar skattlagningar kann því að vera sárt að horfast í augu við þessa staðreynd.Þáttur stjórnvaldaMatvöruverslun á Íslandi hefur náð stórkostlegum árangri á undanförnum árum. Frá upphafi ársins 2000 til júníbyrjunar í ár hefur vísitala neysluverðs, sem Hagstofan mælir í hverjum mánuði, hækkað um 34%. Á sama tíma hefur vísitala matar- og drykkjarvöru aðeins hækkað um 16%, innan við helming af því sem vísitala neysluverðs hefur hækkað. Á þessu tímabili hefur áfengi og tóbak hækkað um 35%. Því er ljóst að smásöluverslun ríkisins hefur heldur aukið verðbólgu á þessu tímabili á meðan matvaran hefur dregið verulega úr verðbólgu á Íslandi.Það er forvitnilegt að bera þessar tölur saman, ekki síst þegar gagnrýni á smásöluverslun með matvöru hefur að mestu leyti komið frá stjórnvöldum, sem einnig stunda umfangsmikinn smásölurekstur. Auk þess er rétt að benda á að hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum fer stöðugt lækkandi og er nú um 14% af ráðstöfunartekjum, en var yfir 24% við stofnun Bónuss.Það er ekki úr vegi að rifja upp aðkomu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, að umræðunni um matvöruverð á árunum 2001-2002. Hann réðst af miklu offorsi og heift að fyrirtækinu Baugi, nú Högum og gekk m.a. svo langt að hann taldi rétt að brjóta upp fyrirtækið. Í ljósi þess sem að framan greinir er ljóst að það varð að kenna einhverjum um. Ekki gat hann kennt sjálfum sér um sem æðsta manni ríkisstjórnarinnar í tolla- og skattamálum. Enda augljóslega þungbært að hafa ekkert framkvæmt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki í sinni löngu valdatíð. Ekkert.Árangur verslunarinnarHöfundar forystugreina Blaðsins og Fréttablaðsins hafa nú bent á hversu illa forsætisráðherra komst að orði þegar hann sagði að verslunin gæti ekki staðið undir tillögum matvörunefndarninar og myndi væntanlega taka alla lækkunina í eigin vasa. Ráðherrann treystir versluninni til að innheimta skatta og gjöld en ekki til að lækka matvöruverð. Hvernig getur það staðist? Munu tillögur matvörunefndar stöðvast vegna þeirrar hugmyndafræði? Ekki verður lengur hægt að skella skuldinni á verslun og þjónustu í landinu. Hún stendur fyllilega undir þeim kröfum sem til hennar eru gerðar.Í næstu viku koma fulltrúar Iceland-verslunarkeðjunnar til Íslands til að kynna sér þann ótrúlega árangur sem náðst hefur við að lækka rekstrarkostnað í matvöruverslun á Íslandi. Það sannar að íslensk verslun er rekin á mjög hagstæðan hátt og samkeppni er mikil. Menn reka upp stór augu þegar þeim er sagt að Bónus kanni verð á 3.000 vörutegundum hjá samkeppnisaðilum daglega til að vera viss um að bjóða betra verð. Það þekkist ekki í Evrópu en er gott dæmi um samkeppnina sem ríkir hér á landi.Ljóst er að matvöruverð mun lækka umtalsvert ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga. Það er eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið til að bæta lífskjör almennings hér á landi hin síðustu ár. Stofnun Hagkaups og Bónuss voru mestu kjarabætur Íslendinga fram að þessu og nú er komið að stjórnvöldum að létta undir rekstri heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir neytendur hafa um langt skeið búið við að matvara hefur verið ofurskattlögð og stjórnvöld fylgt einhverri mestu haftastefnu á Vesturlöndum á innflutning á búvöru. Það væri því fagnaðarefni ef stjórnvöld nýttu nýjar tillögur matvörunefndar til að lækka tolla og gjöld svo innkaupakarfa heimilanna mætti lækka. Það væru einhver stærstu skref sem stigin hafa verið til að bæta hag heimilanna allt frá því að Bónus var stofnað árið 1989. Í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrr á árinu taldi ég að skipun nefndarinnar yrði gæfuspor í þá átt að lækka matvöruverð meira en nokkru sinni fyrr. Svo virðist vera að koma á daginn. Tillögur nefndarinnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir einföldun í skattlagningu, í öðru lagi minni skattlagningu og þriðja lagi auknu frelsi í innflutningi á matvöru. Með því að framkvæma tillögur nefndarinnar geta stjórnvöld slegið tvær flugur í einu höggi; dregið úr undirliggjandi verðbólgu og bætt hag heimilanna verulega. Niðurstaða nefndarinnar er í samræmi við niðurstöðu sem kom fram í lok síðasta árs í skýrslu samkeppniseftirlits á Norðurlöndunum um verð á matvöru. Ein helsta niðurstaða þeirrar skýrslu var sú að tollar og gjöld væru meginástæðan fyrir háu matvöruverði hér á landi. Á það hafa reyndar fleiri bent hin síðustu ár, enda hér á landi einhver mestu og hæstu opinberu gjöld á matvöru og aðra nauðsynjavöru í Evrópu. Auk þess hamla innflutningshöft eðlilegu vörustreymi til landsins. Stjórnvöld hafa haft öll spilin á hendi en hafa valið að viðhalda ofurskattlagningu og haftastefnu. Fyrir boðbera viðskiptafrelsis og hóflegrar skattlagningar kann því að vera sárt að horfast í augu við þessa staðreynd.Þáttur stjórnvaldaMatvöruverslun á Íslandi hefur náð stórkostlegum árangri á undanförnum árum. Frá upphafi ársins 2000 til júníbyrjunar í ár hefur vísitala neysluverðs, sem Hagstofan mælir í hverjum mánuði, hækkað um 34%. Á sama tíma hefur vísitala matar- og drykkjarvöru aðeins hækkað um 16%, innan við helming af því sem vísitala neysluverðs hefur hækkað. Á þessu tímabili hefur áfengi og tóbak hækkað um 35%. Því er ljóst að smásöluverslun ríkisins hefur heldur aukið verðbólgu á þessu tímabili á meðan matvaran hefur dregið verulega úr verðbólgu á Íslandi.Það er forvitnilegt að bera þessar tölur saman, ekki síst þegar gagnrýni á smásöluverslun með matvöru hefur að mestu leyti komið frá stjórnvöldum, sem einnig stunda umfangsmikinn smásölurekstur. Auk þess er rétt að benda á að hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum fer stöðugt lækkandi og er nú um 14% af ráðstöfunartekjum, en var yfir 24% við stofnun Bónuss.Það er ekki úr vegi að rifja upp aðkomu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, að umræðunni um matvöruverð á árunum 2001-2002. Hann réðst af miklu offorsi og heift að fyrirtækinu Baugi, nú Högum og gekk m.a. svo langt að hann taldi rétt að brjóta upp fyrirtækið. Í ljósi þess sem að framan greinir er ljóst að það varð að kenna einhverjum um. Ekki gat hann kennt sjálfum sér um sem æðsta manni ríkisstjórnarinnar í tolla- og skattamálum. Enda augljóslega þungbært að hafa ekkert framkvæmt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki í sinni löngu valdatíð. Ekkert.Árangur verslunarinnarHöfundar forystugreina Blaðsins og Fréttablaðsins hafa nú bent á hversu illa forsætisráðherra komst að orði þegar hann sagði að verslunin gæti ekki staðið undir tillögum matvörunefndarninar og myndi væntanlega taka alla lækkunina í eigin vasa. Ráðherrann treystir versluninni til að innheimta skatta og gjöld en ekki til að lækka matvöruverð. Hvernig getur það staðist? Munu tillögur matvörunefndar stöðvast vegna þeirrar hugmyndafræði? Ekki verður lengur hægt að skella skuldinni á verslun og þjónustu í landinu. Hún stendur fyllilega undir þeim kröfum sem til hennar eru gerðar.Í næstu viku koma fulltrúar Iceland-verslunarkeðjunnar til Íslands til að kynna sér þann ótrúlega árangur sem náðst hefur við að lækka rekstrarkostnað í matvöruverslun á Íslandi. Það sannar að íslensk verslun er rekin á mjög hagstæðan hátt og samkeppni er mikil. Menn reka upp stór augu þegar þeim er sagt að Bónus kanni verð á 3.000 vörutegundum hjá samkeppnisaðilum daglega til að vera viss um að bjóða betra verð. Það þekkist ekki í Evrópu en er gott dæmi um samkeppnina sem ríkir hér á landi.Ljóst er að matvöruverð mun lækka umtalsvert ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga. Það er eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið til að bæta lífskjör almennings hér á landi hin síðustu ár. Stofnun Hagkaups og Bónuss voru mestu kjarabætur Íslendinga fram að þessu og nú er komið að stjórnvöldum að létta undir rekstri heimilanna í landinu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun