Erfitt að staðsetja notendur netsíma 21. júlí 2006 07:00 Nútímafjarskiptabúnaður Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kröfðust þess í stjórnsýslukæru að brábirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí, um flutning á símanúmerum, yrði felld úr gildi. MYND/Stefán Í stjórnsýslukæru sem barst til nefndar Póst- og fjarskiptastofnunar 6. júní segir að erfiðlega geti gengið að rekja símtöl í netþjónustu og á þeim forsendum geti Ríkislögreglustjóri og Neyðarlína átt í erfiðleikum með að sinna störfum sínum með eðlilegum hætti. Í kærunni segir meðal annars að miklir „löggæslu- og rannsóknarhagsmunir séu í húfi“, þar sem „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, ef notendum yrði það í sjálfsvald sett hvort símar þeirra yrðu í skráðir innan eða utan staðsetningakerfisins. Hinn 8. maí ákvað Póst- og fjarskiptastofnun að Símanum hf. væri óheimilt að synja Atlassíma ehf. um númeraflutninga á grundvelli þeirra sjónarmiða sem síðarnefnda félagið hélt fram. Í ákvörðunarorðum segir „að Símanum hf. beri að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. þegar um það berst umsókn sem fullnægir kröfum þess verkferils sem gildir um númeraflutning á fastanetinu.“ Ákvörðunin var tekin í deilumáli sem sprottið var af athugasemdum Símans hf. við því að ekki kæmi fram í umsókn Atlassíma ehf. hvar símanúmerið skyldi skráð. Af hálfu Símans var vísað til þess, að ef viðskiptavinur Atlassíma kysi að nálgast þjónustu um annað internetsamband „væri það mögulegt án tillits til nefndra félaga.“ Síminn taldi á þessum forsendum, væri Atlassíma óheimilt að flytja númer til annarra en þeirra „sem tengja þau yfir heimataug, það er með skráningu á tiltekinn stað“, eins og segir orðrétt í stjórnsýslukæru. Sérstaklega er frá því greint í kæru, og ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, að notendur „sem kaupa svokallaða flökkuþjónustu“, en þá er engin föst staðsetning skráð og gengið út frá því að notandinn geti tengst þjónustunni hvar sem er, komist hann í internetsamband, að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsíma. Póst- og fjarskiptastofnun lagði áherslu á það þegar ákvörðunin var tekin að fjarskiptafyrirtæki þyrftu að gera notendum sínum grein fyrir þeirri hættu sem gæti skapast af því að nota netsíma. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í stjórnsýslukæru sem barst til nefndar Póst- og fjarskiptastofnunar 6. júní segir að erfiðlega geti gengið að rekja símtöl í netþjónustu og á þeim forsendum geti Ríkislögreglustjóri og Neyðarlína átt í erfiðleikum með að sinna störfum sínum með eðlilegum hætti. Í kærunni segir meðal annars að miklir „löggæslu- og rannsóknarhagsmunir séu í húfi“, þar sem „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, ef notendum yrði það í sjálfsvald sett hvort símar þeirra yrðu í skráðir innan eða utan staðsetningakerfisins. Hinn 8. maí ákvað Póst- og fjarskiptastofnun að Símanum hf. væri óheimilt að synja Atlassíma ehf. um númeraflutninga á grundvelli þeirra sjónarmiða sem síðarnefnda félagið hélt fram. Í ákvörðunarorðum segir „að Símanum hf. beri að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. þegar um það berst umsókn sem fullnægir kröfum þess verkferils sem gildir um númeraflutning á fastanetinu.“ Ákvörðunin var tekin í deilumáli sem sprottið var af athugasemdum Símans hf. við því að ekki kæmi fram í umsókn Atlassíma ehf. hvar símanúmerið skyldi skráð. Af hálfu Símans var vísað til þess, að ef viðskiptavinur Atlassíma kysi að nálgast þjónustu um annað internetsamband „væri það mögulegt án tillits til nefndra félaga.“ Síminn taldi á þessum forsendum, væri Atlassíma óheimilt að flytja númer til annarra en þeirra „sem tengja þau yfir heimataug, það er með skráningu á tiltekinn stað“, eins og segir orðrétt í stjórnsýslukæru. Sérstaklega er frá því greint í kæru, og ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, að notendur „sem kaupa svokallaða flökkuþjónustu“, en þá er engin föst staðsetning skráð og gengið út frá því að notandinn geti tengst þjónustunni hvar sem er, komist hann í internetsamband, að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsíma. Póst- og fjarskiptastofnun lagði áherslu á það þegar ákvörðunin var tekin að fjarskiptafyrirtæki þyrftu að gera notendum sínum grein fyrir þeirri hættu sem gæti skapast af því að nota netsíma.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira