Hindrar heimabankaþjófnað 21. júlí 2006 07:00 Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira