Skerðingar lækka og þjónustan bætt 20. júlí 2006 04:15 Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara. Innlent Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara.
Innlent Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“