Þyrlusveitin fer hvergi 20. júlí 2006 07:00 TF-SIF Dauphin-þyrlan verður áfram í eigu Landhelgisgæslunnar. Ekki hefur verið ákveðið af hvaða tegund nýju þyrlurnar verða en nokkrar koma til greina. MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Lagt er til að í þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar verði til frambúðar þrjár stórar og langdrægar björgunarþyrlur auk Dauphin-þyrlunnar TF-SIF. Þær verði keyptar nýjar og Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, verði seld. Nýju þyrlurnar verða að geta flogið 300 mílur á haf út hið minnsta, geta híft 25 menn um borð og flogið til baka og þá átt varaeldsneyti til hálftíma flugs. Ekki er við því búist að unnt verði að fá þrjár nýjar þyrlur keyptar til Landhelgisgæslunnar fyrr en eftir 2010 og jafnvel svo seint sem árið 2015. Ástæðan er sú að val, samningagerð, hönnun og framleiðsla er tafsamt ferli þar sem kröfur eru miklar til véla sem eiga að starfa við jafn krefjandi aðstæður og eru hér við land. Sterklega kemur til greina að samstarf verði haft við norsk stjórnvöld sem hyggjast endurnýja þyrluflota sinn á sama tíma og Íslendingar og að því fylgi nokkur sparnaður. Þrjár stórar björgunarþyrlur eru grunnstærð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands en reynslan sýnir að óvænt atvik eru algeng í rekstri slíkrar sveitar. Því er lagt til að minni þyrla gæslunnar, TF-SIF, verði áfram í eigu Landhelgisgæslunnar þar sem hún hentar vel til leitar- og björgunarstarfa þar sem ekki er þörf á stærri þyrlu. Hagkvæmt er að eiga áfram litla og meðfærilega þyrlu eins og TF-SIF þar sem hún er um helmingi ódýrari í rekstri en stærri þyrlan, TF- LÍF, og getur sinnt margvíslegum eftirlitsstörfum með minni tilkostnaði. Mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjast þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar af. Þar til nýjar þyrlur verða keyptar verður starfsgeta björgunarsveitarinnar tryggð með leiguþyrlum. Kostnaður við kaup nýju þyrlnanna þriggja er mikill enda kostar ný sérútbúin björgunarþyrla tæpa tvo milljarða króna. Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Lagt er til að í þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar verði til frambúðar þrjár stórar og langdrægar björgunarþyrlur auk Dauphin-þyrlunnar TF-SIF. Þær verði keyptar nýjar og Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, verði seld. Nýju þyrlurnar verða að geta flogið 300 mílur á haf út hið minnsta, geta híft 25 menn um borð og flogið til baka og þá átt varaeldsneyti til hálftíma flugs. Ekki er við því búist að unnt verði að fá þrjár nýjar þyrlur keyptar til Landhelgisgæslunnar fyrr en eftir 2010 og jafnvel svo seint sem árið 2015. Ástæðan er sú að val, samningagerð, hönnun og framleiðsla er tafsamt ferli þar sem kröfur eru miklar til véla sem eiga að starfa við jafn krefjandi aðstæður og eru hér við land. Sterklega kemur til greina að samstarf verði haft við norsk stjórnvöld sem hyggjast endurnýja þyrluflota sinn á sama tíma og Íslendingar og að því fylgi nokkur sparnaður. Þrjár stórar björgunarþyrlur eru grunnstærð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands en reynslan sýnir að óvænt atvik eru algeng í rekstri slíkrar sveitar. Því er lagt til að minni þyrla gæslunnar, TF-SIF, verði áfram í eigu Landhelgisgæslunnar þar sem hún hentar vel til leitar- og björgunarstarfa þar sem ekki er þörf á stærri þyrlu. Hagkvæmt er að eiga áfram litla og meðfærilega þyrlu eins og TF-SIF þar sem hún er um helmingi ódýrari í rekstri en stærri þyrlan, TF- LÍF, og getur sinnt margvíslegum eftirlitsstörfum með minni tilkostnaði. Mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjast þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar af. Þar til nýjar þyrlur verða keyptar verður starfsgeta björgunarsveitarinnar tryggð með leiguþyrlum. Kostnaður við kaup nýju þyrlnanna þriggja er mikill enda kostar ný sérútbúin björgunarþyrla tæpa tvo milljarða króna.
Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira