Flatarmál seglanna fjórir ferkílómetrar 20. júlí 2006 04:30 Glæsilegar vistarverur Rússneskur uppruni skipstjórans fer ekki á milli mála þegar komið er inn í klefa hans. Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira