Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda 19. júlí 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann er ekki hrifinn af hugmyndum sem fela í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki. MYND/Heiða Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira