Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda 19. júlí 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann er ekki hrifinn af hugmyndum sem fela í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki. MYND/Heiða Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands. Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands.
Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira