Viðbrögð við ákvörðun Guðna 15. júlí 2006 06:00 Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta. Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta.
Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira