Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verktakafyrirtækisins Impregilo um að fyrirtækið eigi ekki að standa skil á sköttum erlendra starfsmanna undirverktaka sinna fyrr en þeir hafa verið sex mánuði í starfi á Íslandi.
Ómar Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar. Niðurstaða Héraðsdóms hafi engar breytingar í för með sér fyrir Impregilo. Ítalska fyrirtækið hafi staðið skil á öllum þessum sköttum hvort sem er.