Greitt fyrir starfsþjálfun 14. júlí 2006 06:30 Emil B. Karlsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms, segir einn merkilegasta þáttinn í skýrslunni fjalla um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms. Hann telur of lítið hafa farið fyrir þessum þætti í umfjöllun um málið síðustu daga. Emil er verkefnisstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu og sat fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins í nefndinni. „Mestur krafturinn fór í umræður um að koma upp kerfi sem stuðlaði að því að hvetja atvinnulífið til að stjórna þessu starfsnámi og móta það. Ég held að okkur hafi tekist í þessari nefnd að búa til slíkt kerfi en umfjöllunin í fjölmiðlum hefur meira miðast að skólakerfinu,“ segir Emil. Hann segir núverandi námskrár fyrir starfsnám svo þunglamalegar að það taki jafnvel nokkur ár að fá þær samþykktar því þær hafi reglugerðarígildi. „Þegar þær koma út þá eru þarfir atvinnulífsins kannski orðnar allt öðruvísi. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að fulltrúar frá atvinnulífinu verði alltaf með puttana á því að móta námskrár eftir þörfum atvinnulífsins.“ Þetta segir Emil verða gert í gegnum svokölluð starfsgreinaráð. „Þessi starfsgreinaráð eru til núna en það var ákveðið að endurskipuleggja þau. Þeim verði fækkað, þau fái fastara form, þjónustu frá menntayfirvöldum og aukin fjárframlög.“ Önnur nýjung sem Emil bendir á að komi fram í tillögunum er það að greitt verði fyrir vinnustaðanám og -þjálfun. „Núna er það þannig að vinnustaðir sem taka nemendur í þjálfun greiða sjálfir kostnað af því. Við leggjum til að vinnustaðaþjálfunin muni fara fram samkvæmt ákveðnum gæðaviðmiðum og að þá verði líka greitt fyrir hana,“ segir Emil. Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
Emil B. Karlsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms, segir einn merkilegasta þáttinn í skýrslunni fjalla um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms. Hann telur of lítið hafa farið fyrir þessum þætti í umfjöllun um málið síðustu daga. Emil er verkefnisstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu og sat fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins í nefndinni. „Mestur krafturinn fór í umræður um að koma upp kerfi sem stuðlaði að því að hvetja atvinnulífið til að stjórna þessu starfsnámi og móta það. Ég held að okkur hafi tekist í þessari nefnd að búa til slíkt kerfi en umfjöllunin í fjölmiðlum hefur meira miðast að skólakerfinu,“ segir Emil. Hann segir núverandi námskrár fyrir starfsnám svo þunglamalegar að það taki jafnvel nokkur ár að fá þær samþykktar því þær hafi reglugerðarígildi. „Þegar þær koma út þá eru þarfir atvinnulífsins kannski orðnar allt öðruvísi. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að fulltrúar frá atvinnulífinu verði alltaf með puttana á því að móta námskrár eftir þörfum atvinnulífsins.“ Þetta segir Emil verða gert í gegnum svokölluð starfsgreinaráð. „Þessi starfsgreinaráð eru til núna en það var ákveðið að endurskipuleggja þau. Þeim verði fækkað, þau fái fastara form, þjónustu frá menntayfirvöldum og aukin fjárframlög.“ Önnur nýjung sem Emil bendir á að komi fram í tillögunum er það að greitt verði fyrir vinnustaðanám og -þjálfun. „Núna er það þannig að vinnustaðir sem taka nemendur í þjálfun greiða sjálfir kostnað af því. Við leggjum til að vinnustaðaþjálfunin muni fara fram samkvæmt ákveðnum gæðaviðmiðum og að þá verði líka greitt fyrir hana,“ segir Emil.
Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira