Færeysku farþegaferjunni Norrænu, sem koma átti til Seyðisfjarðar í gærmorgun, seinkaði vegna skemmda sem skipið varð fyrir í Þórshöfn á miðvikudagskvöldið.
Óhappið vildi þannig til að ferjan rakst á bryggjuna í Þórshöfn með þeim afleiðingum að 25 cm gat kom á bakborða ferjunnar. Viðgerð á skipinu tók sex tíma en skipið var væntanlegt til Seyðisfjarðar klukkan átta í gærkvöldi, um tíu tímum á eftir áætlun.
Yfir 1100 farþegar voru í ferðinni og 370 farartæki en það er nýtt met hjá Norrænu.