Gæsluvarðhald yfir konunni sem grunuð er um aðild að fjárdrættinum hjá Tryggingastofnun og syni hennar rann út í gær. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir að ekki hafi þótt nauðsyn til að krefjast lengra gæsluvarðhalds.
Rannsókn málsins miðar vel og hafa á þriðja tug einstaklinga verið yfirheyrðir vegna málsins. Konan er talin hafa dregið að sér 75 milljónir króna.