Sláandi áhrif atvinnuleysis 12. júlí 2006 07:30 Kunningsskapur virðist vega þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf. Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent. Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent.
Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira