Samkeppniseftirlitið ógilti samruna lyfjafyrirtækja 12. júlí 2006 07:45 Lyf & heilsa Framkvæmdastjóri Lyf & heilsu segir að úrskurðurinn sé í skoðun og honum verði hugsanlega áfrýjað. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu á þeim grundvelli að hann hindri virka samkeppni. Samruninn leiði til yfirburðastöðu á markaði fyrir skömmtun lyfja handa stofnunum og að sú sameiginlega markaðsráðandi staða sem Lyf & heilsa deilir með Lyfju á markaði fyrir smásölu lyfja styrkist. Fyrirtækið DAC keypti lyfsölufyrirtækið Lyfjaver í mars en þessi fyrirtæki annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Auk þess rekur Lyfjaver apótek sem eru í samkeppni við apótek í eigu Lyf & heilsu, sem er í sömu fyrirtækjasamstæðu og DAC. Samruni Lyfjavers og DAC felur því einnig í sér samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu samkvæmt skilningi samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir skömmtun lyfja handa sjúklingum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allrar lyfjasmásölu í landinu eða áttatíu prósent. Sú markaðsráðandi staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum, án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, er ekki sáttur við þessi ummæli Samkeppniseftirlitsins og segir enga samhæfingu í gangi milli Lyfju og Lyf & heilsu. „Þó að það séu ekki eins margir aðilar á markaðnum er vissulega samkeppni í gangi. Lyfjamarkaðurinn er ekkert öðruvísi en aðrir markaðir á landinu þar sem oft eru tveir til þrír stórir aðilar ráðandi.“ Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það væri verið að fara yfir málið og ákveða hvort og hver næstu skref fyrirtækisins yrðu. Aðspurður um orð Samkeppniseftirlitsins varðandi hugsanlega samhæfingu hegðunar lyfjakeðjanna sagðist hann ósáttur við svona yfirlýsingar sem ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppniseftirlitið metur einnig að samruni DAC og Lyfjavers hefði leitt til yfirburðastöðu DAC á markaði fyrir lyfjaskömmtun og hindrað samkeppni á honum. Aðeins eitt fyrirtæki er á þessum markaði auk DAC og Lyfjavers, en það er Lyfjalausnir, sem er í eigu Lyfju. Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu á þeim grundvelli að hann hindri virka samkeppni. Samruninn leiði til yfirburðastöðu á markaði fyrir skömmtun lyfja handa stofnunum og að sú sameiginlega markaðsráðandi staða sem Lyf & heilsa deilir með Lyfju á markaði fyrir smásölu lyfja styrkist. Fyrirtækið DAC keypti lyfsölufyrirtækið Lyfjaver í mars en þessi fyrirtæki annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Auk þess rekur Lyfjaver apótek sem eru í samkeppni við apótek í eigu Lyf & heilsu, sem er í sömu fyrirtækjasamstæðu og DAC. Samruni Lyfjavers og DAC felur því einnig í sér samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu samkvæmt skilningi samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir skömmtun lyfja handa sjúklingum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allrar lyfjasmásölu í landinu eða áttatíu prósent. Sú markaðsráðandi staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum, án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, er ekki sáttur við þessi ummæli Samkeppniseftirlitsins og segir enga samhæfingu í gangi milli Lyfju og Lyf & heilsu. „Þó að það séu ekki eins margir aðilar á markaðnum er vissulega samkeppni í gangi. Lyfjamarkaðurinn er ekkert öðruvísi en aðrir markaðir á landinu þar sem oft eru tveir til þrír stórir aðilar ráðandi.“ Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það væri verið að fara yfir málið og ákveða hvort og hver næstu skref fyrirtækisins yrðu. Aðspurður um orð Samkeppniseftirlitsins varðandi hugsanlega samhæfingu hegðunar lyfjakeðjanna sagðist hann ósáttur við svona yfirlýsingar sem ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppniseftirlitið metur einnig að samruni DAC og Lyfjavers hefði leitt til yfirburðastöðu DAC á markaði fyrir lyfjaskömmtun og hindrað samkeppni á honum. Aðeins eitt fyrirtæki er á þessum markaði auk DAC og Lyfjavers, en það er Lyfjalausnir, sem er í eigu Lyfju.
Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira