Alltaf í boltanum 24. júní 2006 00:01 Þegar þessi pistill birtist í blaðinu er ég kominn til Þýskalands. Þar erum við feðgarnir mættir til leiks á sjálfu heimsmeistaramótinu. Ekki þó til að spila. Það er víst liðin tíð, að minnsta kosti hvað mig varðar. Því miður. Heimsmeistaramót voru líka haldin, þegar ég var í boltanum en satt að segja hefðu það þótt órar af villtustu gerð, ef við, íslensku strákarnir, hefðum látið okkur dreyma að komast svo langt. Ísland var svo lítið og fjarlægt og stærsta stundin var kannske sú, að fá að hlaupa inn á Melavöllinn og spila þar fyrir nokkur þúsund manns. En það var jafn hátíðlegt, jafn spennandi og sigurgleðin jafn einlæg og við sjáum birtast í andliti þeirra kappa sem nú heyja sín stríð í Þýskalandi. Geðshræringin, spenningurinn og innlifunin í þá daga sem endranær var engu lík og ég fæ ennþá fráhvarfseinkenni, þegar mínir menn hlaupa inn á völlinn. Ég losna seint við þá tilfinningu að ég sé þarna ennþá, sjálfur að keppa! Þess vegna hef ég dregið úr því að fara á völlinn, ekki gott fyrir blóðþrýstinginn, nema þá í Þýskalandi, þar sem maður þarf ekki að halda með neinum. Eða öllum. Og mikið er nú geðslegra að barist sé á bökkum Rínar með jafn drengilegum hætti, heldur en síðast, þegar barist var þar, í heimsstyrjöldinni sjálfri, þar sem enginn stóð upp, sem á annað borð var felldur. Snilli knattspyrnumannanna, sendingar, knattmeðferð, hraði, leikni og mörk, gleðja augað. En þegar upp er staðið eru það úrslitin sem telja. Leikurinn gengur út á að sigra. Og satt að segja verð ég að viðurkenna, að jafnvel þótt vel hafi verið leikið og liðin skipst á sóknum, þá hef ég aldrei gengið glaður af velli, hvorki sem keppandi né áhorfandi, nema mitt lið hafi unnið. Er það ekki skrítið? Er það kannske uppljóstrun á því að maður sé ekki sannur íþróttamaður, að þola ekki að tapa? Ég veit það ekki. Ég fylgdist að sjálfsögðu með handboltaleikjunum gegn Svíum og sigur íslenska liðsins, var hugsanlega eitt mesta íþróttaafrek sem Íslendingar hafi unnið. Ég gladdist ógurlega. Ég fann ekkert til með Svíunum. Bara alls ekki neitt. Svona getur maður verið mikill óþverri. Daginn eftir fylgdist ég með stráknum mínum í leik í þriðja flokki B. Mínir menn unnu og aftur var dansað á hliðarlínunni og drengirnir fögnuðu innilega sínum sigri, rétt eins og þeir gera í Þýskalandi. Þetta er inntakið í íþróttunum. Að hafa betur. Það er þessi óumræðilega yndislega tilfinning sem líður um líkamann, sem gerir allt þetta púl og sjálfsaga og einbeitingu þess virði að upplifa hana og svei mér þá, þegar ég loka augunum og hugsa til baka, þá get ég ennþá, kannske fimmtíu árum eftir einn frekar ómerkilegan sigur í kappleik, rifjað upp þann atburð og fundið fyrir þessari vellíðan á nýjan leik. Hún hverfur aldrei. Eitthvað sem enginn man nema ég, einhver sigur í leik, sem aldrei kemur til baka og skiptir engu máli í dag. Bara svona atburður sem kemur og fer. Hann er þarna samt í hugskotinu og auðvitað gildir þetta ekki aðeins um kappleiki og íþróttir, því fólk er að vinna sigra með margvíslegum hætti, í starfi, í sköpun, í listum og stjórnmálum, vísindum og einkalífi. Í því felst fullnæging og í því felst hvatning og áskorun. Í því felst lífið. Að ná árangri í því sem maður er að gera. En ef þú sigrar, þá er þar einhver sem tapar. Að minnsta kosti í íþróttum. Og tapið er jafn þungt og sigurinn er himneskur. Það að ganga niðurlútur af leikvelli eftir tapaðan leik er líka lífsreynsla, öðru vísi upplifun og erfiðari. Ósigurinn er hluti af leiknum, áhættan sem þú tekur. Hún er sár og döpur. Stundum óseðjandi. En ég hef alltaf haldið því fram að ekkert, ekkert í lífinu, er jafn þroskandi og það hlutskipti að tapa. Það herðir þig og ef einhver manndómur er í þér, bregstu við. Þú lærir af mistökunum á vellinum og í lífinu og þú kannt að meta betur sigurinn, þegar loks hann kemur. Og það er eins með íþróttirnar sem um ævina alla, að dagarnir skiptast í skin og skúrir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Þess vegna er svo gaman að fótbolta. Það deyr enginn. Það lifa þetta allir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þegar þessi pistill birtist í blaðinu er ég kominn til Þýskalands. Þar erum við feðgarnir mættir til leiks á sjálfu heimsmeistaramótinu. Ekki þó til að spila. Það er víst liðin tíð, að minnsta kosti hvað mig varðar. Því miður. Heimsmeistaramót voru líka haldin, þegar ég var í boltanum en satt að segja hefðu það þótt órar af villtustu gerð, ef við, íslensku strákarnir, hefðum látið okkur dreyma að komast svo langt. Ísland var svo lítið og fjarlægt og stærsta stundin var kannske sú, að fá að hlaupa inn á Melavöllinn og spila þar fyrir nokkur þúsund manns. En það var jafn hátíðlegt, jafn spennandi og sigurgleðin jafn einlæg og við sjáum birtast í andliti þeirra kappa sem nú heyja sín stríð í Þýskalandi. Geðshræringin, spenningurinn og innlifunin í þá daga sem endranær var engu lík og ég fæ ennþá fráhvarfseinkenni, þegar mínir menn hlaupa inn á völlinn. Ég losna seint við þá tilfinningu að ég sé þarna ennþá, sjálfur að keppa! Þess vegna hef ég dregið úr því að fara á völlinn, ekki gott fyrir blóðþrýstinginn, nema þá í Þýskalandi, þar sem maður þarf ekki að halda með neinum. Eða öllum. Og mikið er nú geðslegra að barist sé á bökkum Rínar með jafn drengilegum hætti, heldur en síðast, þegar barist var þar, í heimsstyrjöldinni sjálfri, þar sem enginn stóð upp, sem á annað borð var felldur. Snilli knattspyrnumannanna, sendingar, knattmeðferð, hraði, leikni og mörk, gleðja augað. En þegar upp er staðið eru það úrslitin sem telja. Leikurinn gengur út á að sigra. Og satt að segja verð ég að viðurkenna, að jafnvel þótt vel hafi verið leikið og liðin skipst á sóknum, þá hef ég aldrei gengið glaður af velli, hvorki sem keppandi né áhorfandi, nema mitt lið hafi unnið. Er það ekki skrítið? Er það kannske uppljóstrun á því að maður sé ekki sannur íþróttamaður, að þola ekki að tapa? Ég veit það ekki. Ég fylgdist að sjálfsögðu með handboltaleikjunum gegn Svíum og sigur íslenska liðsins, var hugsanlega eitt mesta íþróttaafrek sem Íslendingar hafi unnið. Ég gladdist ógurlega. Ég fann ekkert til með Svíunum. Bara alls ekki neitt. Svona getur maður verið mikill óþverri. Daginn eftir fylgdist ég með stráknum mínum í leik í þriðja flokki B. Mínir menn unnu og aftur var dansað á hliðarlínunni og drengirnir fögnuðu innilega sínum sigri, rétt eins og þeir gera í Þýskalandi. Þetta er inntakið í íþróttunum. Að hafa betur. Það er þessi óumræðilega yndislega tilfinning sem líður um líkamann, sem gerir allt þetta púl og sjálfsaga og einbeitingu þess virði að upplifa hana og svei mér þá, þegar ég loka augunum og hugsa til baka, þá get ég ennþá, kannske fimmtíu árum eftir einn frekar ómerkilegan sigur í kappleik, rifjað upp þann atburð og fundið fyrir þessari vellíðan á nýjan leik. Hún hverfur aldrei. Eitthvað sem enginn man nema ég, einhver sigur í leik, sem aldrei kemur til baka og skiptir engu máli í dag. Bara svona atburður sem kemur og fer. Hann er þarna samt í hugskotinu og auðvitað gildir þetta ekki aðeins um kappleiki og íþróttir, því fólk er að vinna sigra með margvíslegum hætti, í starfi, í sköpun, í listum og stjórnmálum, vísindum og einkalífi. Í því felst fullnæging og í því felst hvatning og áskorun. Í því felst lífið. Að ná árangri í því sem maður er að gera. En ef þú sigrar, þá er þar einhver sem tapar. Að minnsta kosti í íþróttum. Og tapið er jafn þungt og sigurinn er himneskur. Það að ganga niðurlútur af leikvelli eftir tapaðan leik er líka lífsreynsla, öðru vísi upplifun og erfiðari. Ósigurinn er hluti af leiknum, áhættan sem þú tekur. Hún er sár og döpur. Stundum óseðjandi. En ég hef alltaf haldið því fram að ekkert, ekkert í lífinu, er jafn þroskandi og það hlutskipti að tapa. Það herðir þig og ef einhver manndómur er í þér, bregstu við. Þú lærir af mistökunum á vellinum og í lífinu og þú kannt að meta betur sigurinn, þegar loks hann kemur. Og það er eins með íþróttirnar sem um ævina alla, að dagarnir skiptast í skin og skúrir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Þess vegna er svo gaman að fótbolta. Það deyr enginn. Það lifa þetta allir af.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun