Dvínandi glaumur 15. júní 2006 00:01 Síðustu árin, sem hann lifði, var Leoníd Brésnef geymdur í spritti, sumir segja formalíni, líkt og Lenín. Hann var borinn milli staða uppstoppaður, stífur og staurslegur: það var talið lífshættulegt að kveikja á eldspýtu í návist hans. Brésnef var þó næstum eins og spriklandi lax í samanburði við ríkisstjórn Íslands eins og nú er ástatt fyrir henni ári fyrir alþingiskosningar. Hvers vegna geymdu þeir hann ekki heldur í seðlabankanum? - til að spara sprittið. Ég held ég viti svarið: það hefði þótt einum of gróft þarna austur frá. Yfirvofandi dauðastríð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur snúizt upp í farsa. Það mátti sjá hvert stefndi strax í stefnuyfirlýsingunni vorið 2003. Hún geymdi mestmegnis almennt og innihaldslaust loforðaglamur, eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku, og vandlegar áætlanir um veizluhöld, sem urðu síðan að almennu athlægi. Forsætisráðherrann gleymdi að bjóða forseta Íslands í heimastjórnarafmælið, og annað var eftir því. Það er einnig vert að rifja það upp, að ríkisstjórnin vann 34 þingsæti 2003 gegn 29 þingsætum stjórnarandstöðunnar, og ýmislegt þótti benda til þess, að eitt þessara 34 þingsæta væri illa fengið. Stjórnarandstaðan kærði framkvæmd kosningarinnar, en nýi þingmeirihlutinn tók sjálfur að sér að úrskurða, að allt væri með felldu. Það var því minni munur á Íslandi 2003 og Flórída þrem árum fyrr en margur skyldi halda. Kjarni málsins er þó sá, að kosningalögin, sem Alþingi setur landinu, hygla stórum flokkum á kostnað minni flokka. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa fengið eitt til tvö þingsæti samtals í forgjöf í hverjum alþingiskosningum síðan 1979 í krafti þeirrar aðferðar, sem þeir leiddu sjálfir í lög til að úthluta þingsætum að loknum kosningum. Þessi bjögun bætist ofan á misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu. Ef kosningalögin hér heima væru eins og þau eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, hefðu stjórnarflokkarnir fengið 32 þingsæti 2003 gegn 31 þingsæti stjórnarandstöðuflokkanna, og núverandi ríkisstjórn hefði þá varla verið mynduð. Völd núverandi alþingismeirihluta eru illa fengin í þessum skilningi líkt og völd ríkisstjórnar Bush forseta í Bandaríkjunum: þau endurspegla ekki vilja þjóðarinnar eins og hann myndi birtast, ef kosningalögin væru eins og þau ættu að vera, og ferill beggja ríkisstjórna - spillingin, græðgin, vitleysan - verður ef til vill skiljanlegri í þessu ljósi. Vandinn hér er sá, að ríkisstjórnarflokkarnir tveir hafa áratugum saman náð að sveigja kosningalögin og kjördæmaskipanina sjálfum sér í hag. Illa fengin völd eru eins og annað þýfi: menn fara jafnan illa með þau. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart, að landsstjórnin undangengin ár hefur ekki gengið sem skyldi, og nú er þetta allt saman að koma í ljós. Varnaðarorð þeirra, sem sáu í gegnum brestina frá öndverðu, voru að engu höfð: þau drukknuðu í veizluglaumnum. Merkilegast af öllu er kannski það, að ríkisstjórnin þrætti fram í rauðan dauðann fyrir það, að gengi krónunnar væri of hátt skráð, gengið féll síðan um fjórðung, og stjórnin þrætir enn; þar á bæ ræða menn nú leiðir til þess að hækka gengið aftur. En nú er veizlunni að ljúka: örlagastundin nálgast grimm og köld, svo að ég vitni enn í Snorra Hjartarson. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á efnahagsmálunum. Stöðugleikinn er rokinn út í veður og vind, verðbólgumarkmið Seðlabankans er markleysa, krónan heldur áfram að falla, verklýðshreyfingin er í viðbragðsstöðu, og erlendar skammtímaskuldir þjóðarbúsins tvöfölduðust fyrstu þrjá mánuði þessa árs (þetta er ekki prentvilla). Stjórn ríkisfjármála og peningamála er í uppnámi. Gunnar Tómasson, einn reyndasti hagfræðingur landsins, lýsti peningastjórninni svo í Morgunblaðinu um daginn, að hún sé ,,atlaga að almannahag". Og hvernig ætti annað að vera? Seðlabankanum var árum saman stjórnað af manni, sem hafði það hlutverk helzt að geyma bankastjórastólinn handa flokksformanni sínum og stóð síðan upp eins og ekkert væri, þegar formaðurinn þurfti að komast að; það hefur ekki spurzt til forverans síðan. Enginn spyr hann álits á ástandi og horfum efnahagsmálanna, enda hafði hann aldrei neitt um þau að segja á eigin forsendum. Og nú blasir það við, sem margir vissu, að fráfarandi seðlabankastjóri Framsóknarflokksins gegndi sama hlutverki: að verma stólinn handa formanni sínum. Þeir geta þá stumrað hvor yfir öðrum, vinirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Síðustu árin, sem hann lifði, var Leoníd Brésnef geymdur í spritti, sumir segja formalíni, líkt og Lenín. Hann var borinn milli staða uppstoppaður, stífur og staurslegur: það var talið lífshættulegt að kveikja á eldspýtu í návist hans. Brésnef var þó næstum eins og spriklandi lax í samanburði við ríkisstjórn Íslands eins og nú er ástatt fyrir henni ári fyrir alþingiskosningar. Hvers vegna geymdu þeir hann ekki heldur í seðlabankanum? - til að spara sprittið. Ég held ég viti svarið: það hefði þótt einum of gróft þarna austur frá. Yfirvofandi dauðastríð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur snúizt upp í farsa. Það mátti sjá hvert stefndi strax í stefnuyfirlýsingunni vorið 2003. Hún geymdi mestmegnis almennt og innihaldslaust loforðaglamur, eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku, og vandlegar áætlanir um veizluhöld, sem urðu síðan að almennu athlægi. Forsætisráðherrann gleymdi að bjóða forseta Íslands í heimastjórnarafmælið, og annað var eftir því. Það er einnig vert að rifja það upp, að ríkisstjórnin vann 34 þingsæti 2003 gegn 29 þingsætum stjórnarandstöðunnar, og ýmislegt þótti benda til þess, að eitt þessara 34 þingsæta væri illa fengið. Stjórnarandstaðan kærði framkvæmd kosningarinnar, en nýi þingmeirihlutinn tók sjálfur að sér að úrskurða, að allt væri með felldu. Það var því minni munur á Íslandi 2003 og Flórída þrem árum fyrr en margur skyldi halda. Kjarni málsins er þó sá, að kosningalögin, sem Alþingi setur landinu, hygla stórum flokkum á kostnað minni flokka. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa fengið eitt til tvö þingsæti samtals í forgjöf í hverjum alþingiskosningum síðan 1979 í krafti þeirrar aðferðar, sem þeir leiddu sjálfir í lög til að úthluta þingsætum að loknum kosningum. Þessi bjögun bætist ofan á misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu. Ef kosningalögin hér heima væru eins og þau eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, hefðu stjórnarflokkarnir fengið 32 þingsæti 2003 gegn 31 þingsæti stjórnarandstöðuflokkanna, og núverandi ríkisstjórn hefði þá varla verið mynduð. Völd núverandi alþingismeirihluta eru illa fengin í þessum skilningi líkt og völd ríkisstjórnar Bush forseta í Bandaríkjunum: þau endurspegla ekki vilja þjóðarinnar eins og hann myndi birtast, ef kosningalögin væru eins og þau ættu að vera, og ferill beggja ríkisstjórna - spillingin, græðgin, vitleysan - verður ef til vill skiljanlegri í þessu ljósi. Vandinn hér er sá, að ríkisstjórnarflokkarnir tveir hafa áratugum saman náð að sveigja kosningalögin og kjördæmaskipanina sjálfum sér í hag. Illa fengin völd eru eins og annað þýfi: menn fara jafnan illa með þau. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart, að landsstjórnin undangengin ár hefur ekki gengið sem skyldi, og nú er þetta allt saman að koma í ljós. Varnaðarorð þeirra, sem sáu í gegnum brestina frá öndverðu, voru að engu höfð: þau drukknuðu í veizluglaumnum. Merkilegast af öllu er kannski það, að ríkisstjórnin þrætti fram í rauðan dauðann fyrir það, að gengi krónunnar væri of hátt skráð, gengið féll síðan um fjórðung, og stjórnin þrætir enn; þar á bæ ræða menn nú leiðir til þess að hækka gengið aftur. En nú er veizlunni að ljúka: örlagastundin nálgast grimm og köld, svo að ég vitni enn í Snorra Hjartarson. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á efnahagsmálunum. Stöðugleikinn er rokinn út í veður og vind, verðbólgumarkmið Seðlabankans er markleysa, krónan heldur áfram að falla, verklýðshreyfingin er í viðbragðsstöðu, og erlendar skammtímaskuldir þjóðarbúsins tvöfölduðust fyrstu þrjá mánuði þessa árs (þetta er ekki prentvilla). Stjórn ríkisfjármála og peningamála er í uppnámi. Gunnar Tómasson, einn reyndasti hagfræðingur landsins, lýsti peningastjórninni svo í Morgunblaðinu um daginn, að hún sé ,,atlaga að almannahag". Og hvernig ætti annað að vera? Seðlabankanum var árum saman stjórnað af manni, sem hafði það hlutverk helzt að geyma bankastjórastólinn handa flokksformanni sínum og stóð síðan upp eins og ekkert væri, þegar formaðurinn þurfti að komast að; það hefur ekki spurzt til forverans síðan. Enginn spyr hann álits á ástandi og horfum efnahagsmálanna, enda hafði hann aldrei neitt um þau að segja á eigin forsendum. Og nú blasir það við, sem margir vissu, að fráfarandi seðlabankastjóri Framsóknarflokksins gegndi sama hlutverki: að verma stólinn handa formanni sínum. Þeir geta þá stumrað hvor yfir öðrum, vinirnir.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun