Björn Bjarnason og Fréttablaðið 14. júní 2006 00:01 Einhver fjarstæðukenndasta kenning sem lengi hefur skotið upp kollinum er sú hugmynd að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi áhrif á hvernig málum er háttað á ritstjórn Fréttablaðsins. Það er fullkomin della, eins og öllum má vera ljóst, nema ef til vill þeim sem hefur kalið á hjarta við of miklar bollaleggingar um bláa hönd. Þeir sem hafa snefil af þekkingu á sögu samskipta Björns við Fréttablaðið eiga að vita að dómsmálaráðherra er holdgervingur þeirra manna sem hafa haft horn í síðu blaðsins allt frá því að það var stofnað fyrir ríflega fimm árum. Björn hefur hvað eftir annað veist að Fréttablaðinu með uppnefningum og ásakað okkur sem skrifum í blaðið um að hafa aðra hluti í huga en að sinna starfi okkar af bestu samvisku. Blaðamönnum Fréttablaðsins hefur tekist bærilega að hefja sig upp yfir þessi ónot dómsmálaráðherra og hafa freistað þess eins og unnt er að hafa samskiptin við hann á sömu forsendum og samskipti við aðra ráðamenn landsins, þrátt fyrir að sá samstarfsvilji hafi ekki alltaf verið gagnkvæmur. Eins og mörg hrekkjusvín er dómsmálaráðherra hins vegar mjög hörundsár þegar hann telur að spjótin beinist að honum sjálfum og er það væntanlega skýringin á skeytasendingum hans til ritstjórnar Fréttablaðsins og skrifum hans inn á heimasíðu sína um Jóhann Hauksson blaðamann í síðustu viku. Þau skrif hafa glaðbeittir kenningasmiðir viljað gera að ástæðu fyrir skipulagsbreytingum á ritstjórn Fréttablaðsins, sem fólust í tilfærslu Jóhanns innan ritstjórnarinnar. Hér skal það ítrekað að skrif Björns höfðu ekkert með þær breytingar að gera. Nú er aldrei eftirsóknarvert að komast í þá aðstöðu að verða að fjalla á opinberan hátt um innri málefni vinnustaðar og einstaka starfsmenn. Sá góði og ákafi blaðamaður, Jóhann Hauksson, hefur aftur á móti með framgöngu sinni kallað eftir því að það verði gert opinbert að lengi hefur verið ákveðin óánægja með störf hans við þann málaflokk sem hann hefur haft með höndum. Jóhann kaus að líta á skipulagsbreytingarnar sem vantraust á sín störf og leggja inn uppsögn. Viðbrögð hans í kjölfarið eru mannleg, því yfirleitt er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Rétt er að benda á að eina heimildin fyrir því að skoðanir dómsmálaráðherra hafi haft áhrif á tilfærslu Jóhanns er hann sjálfur. Í því samhengi er hitt miklu mikilvægara að ef blaðamönnum Fréttablaðsins dytti í hug eina sekúndu að skoðanir Björns Bjarnasonar hefðu nokkuð með mannahald blaðsins að gera, er hægt að fullyrða að allsherjar uppreisn yrði gerð á ritstjórninni. Það hefur ekki gerst og segir meira en mörg orð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Einhver fjarstæðukenndasta kenning sem lengi hefur skotið upp kollinum er sú hugmynd að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi áhrif á hvernig málum er háttað á ritstjórn Fréttablaðsins. Það er fullkomin della, eins og öllum má vera ljóst, nema ef til vill þeim sem hefur kalið á hjarta við of miklar bollaleggingar um bláa hönd. Þeir sem hafa snefil af þekkingu á sögu samskipta Björns við Fréttablaðið eiga að vita að dómsmálaráðherra er holdgervingur þeirra manna sem hafa haft horn í síðu blaðsins allt frá því að það var stofnað fyrir ríflega fimm árum. Björn hefur hvað eftir annað veist að Fréttablaðinu með uppnefningum og ásakað okkur sem skrifum í blaðið um að hafa aðra hluti í huga en að sinna starfi okkar af bestu samvisku. Blaðamönnum Fréttablaðsins hefur tekist bærilega að hefja sig upp yfir þessi ónot dómsmálaráðherra og hafa freistað þess eins og unnt er að hafa samskiptin við hann á sömu forsendum og samskipti við aðra ráðamenn landsins, þrátt fyrir að sá samstarfsvilji hafi ekki alltaf verið gagnkvæmur. Eins og mörg hrekkjusvín er dómsmálaráðherra hins vegar mjög hörundsár þegar hann telur að spjótin beinist að honum sjálfum og er það væntanlega skýringin á skeytasendingum hans til ritstjórnar Fréttablaðsins og skrifum hans inn á heimasíðu sína um Jóhann Hauksson blaðamann í síðustu viku. Þau skrif hafa glaðbeittir kenningasmiðir viljað gera að ástæðu fyrir skipulagsbreytingum á ritstjórn Fréttablaðsins, sem fólust í tilfærslu Jóhanns innan ritstjórnarinnar. Hér skal það ítrekað að skrif Björns höfðu ekkert með þær breytingar að gera. Nú er aldrei eftirsóknarvert að komast í þá aðstöðu að verða að fjalla á opinberan hátt um innri málefni vinnustaðar og einstaka starfsmenn. Sá góði og ákafi blaðamaður, Jóhann Hauksson, hefur aftur á móti með framgöngu sinni kallað eftir því að það verði gert opinbert að lengi hefur verið ákveðin óánægja með störf hans við þann málaflokk sem hann hefur haft með höndum. Jóhann kaus að líta á skipulagsbreytingarnar sem vantraust á sín störf og leggja inn uppsögn. Viðbrögð hans í kjölfarið eru mannleg, því yfirleitt er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Rétt er að benda á að eina heimildin fyrir því að skoðanir dómsmálaráðherra hafi haft áhrif á tilfærslu Jóhanns er hann sjálfur. Í því samhengi er hitt miklu mikilvægara að ef blaðamönnum Fréttablaðsins dytti í hug eina sekúndu að skoðanir Björns Bjarnasonar hefðu nokkuð með mannahald blaðsins að gera, er hægt að fullyrða að allsherjar uppreisn yrði gerð á ritstjórninni. Það hefur ekki gerst og segir meira en mörg orð.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun