Þegar upp er staðið 10. júní 2006 00:01 Ég veit að allir eru búnir að fá upp í kok af pólitík og kosningum. Ekki síst Halldór Ásgrímsson. En leyfist mér að láta nokkur lokaorð falla um niðurstöður sveitastjórnarkosninganna, bara svo það sé á hreinu, hvað mér finnst. Allir þekkja þá viðteknu venju að hver flokkur, sama hversu illa hann fer út úr kosningum, telur sig sigurvegara. Ég las meira að segja blaðagrein eftir annan mann Framsóknar í Reykjavík sem hélt því fram að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninganna í Reykjavík! Hvað fengu þeir? Sex prósent!! Jú, jú, flokkarnir mega halda þessu fram, mér að meinalausu. Það er hin pólitíska list að túlka úrslit og atburði sér í hag og breyta vatni í vín, ef á þarf að halda. En hver var meginkjarninn í þessum kosningum? Hvað var það sem boðið var upp á? Kvartað var undan litlum málefnaágreiningi og daufum kosningaslag. Sagt var að flokkarnir og framboðin væru hvert öðru lík. Og rétt er það í aðalatriðum. Það var ekki tekist á um einkavæðingu skólanna eða spítalanna. Það var ekki minnst á sölu Landsvirkjunar eða Orkuveitu Reykjavíkur, enginn hafði orð á því að illa væri farið með opinbert fé, það var aldrei tekist á um hina pólitísku hugmyndafræði, sem hefur skipt þjóðinni upp í tvo hópa, hina ríku og hina fátæku. Þvert á móti og þess í stað lögðu frambjóðendur og framboðslistarnir áherslu á félagslega þjónustu. Fría leikskóla, fyrirgreiðslu til handa eldri borgurum, fjölskylduvæna stefnu, sem birtist í loforðum um frían strætó, samræmdan skóladag, frían mat í skólamötuneytum, lækkun fasteignagjalda og svo framvegis. Sem sagt margs konar vilyrði um atbeina stjórnvalda, sveitarfélaganna, til að koma til móts við þarfir og kröfur um samfélagslega ábyrgð. Aukinn jöfnuð, heimilisaðstoð, velferð allra. Þetta var boðskapur frambjóðendanna og flokkanna. Frá hægri og vinstri. Úr öllum áttum. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins kölluðu kosningaloforð þess flokks bleik og má það til sanns vegar færa, að áherslan var ekki lengur sú frjálshyggja sem þar hefur riðið húsum og einkennt tal margra yngri talsmanna í þeirra röðum. Þögnin sem ríkti í því gjallarhorni var æpandi. Gæti það verið að skýringin sé sú, að flokkurinn hefur áttað sig á að pólitískar öfgar áttu ekki upp á pallborðið í þessum kosningum? Skyldi það vera að flokkar, jafnt til hægri sem vinstri, hafi komist að þeirri niðurstöðu að leiðin að hjörtum íslenskra kjósenda er fólgin í hófsemd, samábyrgð og jöfnuði? Enda er það útkoman og úrslitin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Lúðvik Geirsson og Árni Sigfússon eru allir af þessu sauðahúsi, hófsemdarmenn, miðjumenn. Alveg eins og kjósendurnir sem þeir leita til. Hvað þýðir þetta? Svarið er einfalt, kjósendur eru inni á miðjunni, styðja og kalla á samfélagslega ábyrgð, jöfnuð, jafnrétti, velferð, afskipti og aðhlynningu hins opinbera gagnvart börnum og barnauppeldi, öldruðum og umönnun þeirra, atbeina í þágu fjölskyldna og þjónusta á þeim vettvangi. Við getum kallað þetta hvað sem er: félagshyggju, jafnaðarstefnu eða miðjumoð. Það skiptir ekki máli því það orkar ekki tvímælis að sigurvegari þessara kosninga var sú stefna, þau stjórnmál, sem grundvallast á frelsi, jafnrétti og bræðralagi (samábyrgð). Það er sama hvaðan gott kemur og hvað flokkurinn heitir sem flest fær atkvæðin, ef samhljómurinn er sá, sem úrslitin bera með sér, að hér á ekki að ríkja lögmál frumskógarins, hér er ekki verið hampa bullinu um frjálshyggjuna eða að hagur eins komi öðrum ekki við. Hér er ekki verið að kjósa afturhald eða íhald eða útópíur öfgamanna. Í þessum kosningum var verið að kjósa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og kjósenda, þá stefnu og þá strauma sem skírskota til þjóðarinnar. Sem hún vill að ríki og ráði í okkar stjórnarháttum. Við getum velt vöngum yfir því, hversvegna Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkurinn, nýtur ekki meira góðs af þessum pólítíska vilja kjósenda, hversvegna einum eða öðrum tekst að breyta um ímynd og andlit, korteri fyrir kosningar, en ég endurtek að það er sama hvaðan gott kemur. Þegar upp er staðið er niðurstaðan sigur þeirrar jafnaðarstefnu að velmegun er engin án velferðar, að frelsi er litils virði án lífsgæða og hlutverk ríkisvalds jafnt sem sveitarstjórna er að leggja af mörkum stóran og vaxandi hlut sinn í þágu þeirra einstaklinga, sem höllum fæti standa. Sú hugsun varð ofan á í þessum kosningum. Svo sjáum við til um efndirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun
Ég veit að allir eru búnir að fá upp í kok af pólitík og kosningum. Ekki síst Halldór Ásgrímsson. En leyfist mér að láta nokkur lokaorð falla um niðurstöður sveitastjórnarkosninganna, bara svo það sé á hreinu, hvað mér finnst. Allir þekkja þá viðteknu venju að hver flokkur, sama hversu illa hann fer út úr kosningum, telur sig sigurvegara. Ég las meira að segja blaðagrein eftir annan mann Framsóknar í Reykjavík sem hélt því fram að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninganna í Reykjavík! Hvað fengu þeir? Sex prósent!! Jú, jú, flokkarnir mega halda þessu fram, mér að meinalausu. Það er hin pólitíska list að túlka úrslit og atburði sér í hag og breyta vatni í vín, ef á þarf að halda. En hver var meginkjarninn í þessum kosningum? Hvað var það sem boðið var upp á? Kvartað var undan litlum málefnaágreiningi og daufum kosningaslag. Sagt var að flokkarnir og framboðin væru hvert öðru lík. Og rétt er það í aðalatriðum. Það var ekki tekist á um einkavæðingu skólanna eða spítalanna. Það var ekki minnst á sölu Landsvirkjunar eða Orkuveitu Reykjavíkur, enginn hafði orð á því að illa væri farið með opinbert fé, það var aldrei tekist á um hina pólitísku hugmyndafræði, sem hefur skipt þjóðinni upp í tvo hópa, hina ríku og hina fátæku. Þvert á móti og þess í stað lögðu frambjóðendur og framboðslistarnir áherslu á félagslega þjónustu. Fría leikskóla, fyrirgreiðslu til handa eldri borgurum, fjölskylduvæna stefnu, sem birtist í loforðum um frían strætó, samræmdan skóladag, frían mat í skólamötuneytum, lækkun fasteignagjalda og svo framvegis. Sem sagt margs konar vilyrði um atbeina stjórnvalda, sveitarfélaganna, til að koma til móts við þarfir og kröfur um samfélagslega ábyrgð. Aukinn jöfnuð, heimilisaðstoð, velferð allra. Þetta var boðskapur frambjóðendanna og flokkanna. Frá hægri og vinstri. Úr öllum áttum. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins kölluðu kosningaloforð þess flokks bleik og má það til sanns vegar færa, að áherslan var ekki lengur sú frjálshyggja sem þar hefur riðið húsum og einkennt tal margra yngri talsmanna í þeirra röðum. Þögnin sem ríkti í því gjallarhorni var æpandi. Gæti það verið að skýringin sé sú, að flokkurinn hefur áttað sig á að pólitískar öfgar áttu ekki upp á pallborðið í þessum kosningum? Skyldi það vera að flokkar, jafnt til hægri sem vinstri, hafi komist að þeirri niðurstöðu að leiðin að hjörtum íslenskra kjósenda er fólgin í hófsemd, samábyrgð og jöfnuði? Enda er það útkoman og úrslitin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Lúðvik Geirsson og Árni Sigfússon eru allir af þessu sauðahúsi, hófsemdarmenn, miðjumenn. Alveg eins og kjósendurnir sem þeir leita til. Hvað þýðir þetta? Svarið er einfalt, kjósendur eru inni á miðjunni, styðja og kalla á samfélagslega ábyrgð, jöfnuð, jafnrétti, velferð, afskipti og aðhlynningu hins opinbera gagnvart börnum og barnauppeldi, öldruðum og umönnun þeirra, atbeina í þágu fjölskyldna og þjónusta á þeim vettvangi. Við getum kallað þetta hvað sem er: félagshyggju, jafnaðarstefnu eða miðjumoð. Það skiptir ekki máli því það orkar ekki tvímælis að sigurvegari þessara kosninga var sú stefna, þau stjórnmál, sem grundvallast á frelsi, jafnrétti og bræðralagi (samábyrgð). Það er sama hvaðan gott kemur og hvað flokkurinn heitir sem flest fær atkvæðin, ef samhljómurinn er sá, sem úrslitin bera með sér, að hér á ekki að ríkja lögmál frumskógarins, hér er ekki verið hampa bullinu um frjálshyggjuna eða að hagur eins komi öðrum ekki við. Hér er ekki verið að kjósa afturhald eða íhald eða útópíur öfgamanna. Í þessum kosningum var verið að kjósa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og kjósenda, þá stefnu og þá strauma sem skírskota til þjóðarinnar. Sem hún vill að ríki og ráði í okkar stjórnarháttum. Við getum velt vöngum yfir því, hversvegna Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkurinn, nýtur ekki meira góðs af þessum pólítíska vilja kjósenda, hversvegna einum eða öðrum tekst að breyta um ímynd og andlit, korteri fyrir kosningar, en ég endurtek að það er sama hvaðan gott kemur. Þegar upp er staðið er niðurstaðan sigur þeirrar jafnaðarstefnu að velmegun er engin án velferðar, að frelsi er litils virði án lífsgæða og hlutverk ríkisvalds jafnt sem sveitarstjórna er að leggja af mörkum stóran og vaxandi hlut sinn í þágu þeirra einstaklinga, sem höllum fæti standa. Sú hugsun varð ofan á í þessum kosningum. Svo sjáum við til um efndirnar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun