Friðsamlegt er yfir nýjum meirihluta í Reykjavík: Skásti kosturinn 30. maí 2006 09:45 Fyrir íbúa Reykjavíkur er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn langskásti kosturinn í stöðunni og því fagnaðarefni út af fyrir sig. Það var mikið ofmat hjá Samfylkingunni í Reykjavík að meta stöðu sína svo sterka að útiloka fyrir kosningar, eitt framboða, samstarf við Sjálfstæðisflokk um stjórn höfuðborgarinnar. Mikill samhljómur er um margt í áherslum þessara flokka í borgarmálunum og ólíkt hefði meirihluti þeirra haft sterkara umboð til verka, með ríflega 70 prósent atkvæða að baki sér, en nýskipaður meirihluti. Athugið í því sambandi að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks byggir á minnihluta atkvæða þeirra sem kusu til borgarstjórnar; 51 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu aðra flokka við stjórnvölinn en þessa tvo. Óþarfi er hins vegar að velkjast í vafa um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður sterkari og samstilltari en ef Frjálslyndi flokkurinn eða Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefði skaffað þann fulltrúa sem upp á vantar hjá Sjálfstæðisflokknum. Himin og haf ber til dæmis í milli sjálfstæðismanna og vinstri grænna í málefnum grunnskólanna. Þeir síðarnefndu sjá engan annan möguleika en opinberan rekstur og telja að stuðningur við einkaskóla sé á kostnað hinna opinberu. Hvernig hefði farið um þá stefnu Sjálfstæðisflokks að "foreldrar hafi aukið val um grunnskóla" í félagsskap við vinstri græna? Hvað skal gera með 45 prósent hlut borgarinnar í Landsvirkjun er annað mál sem framsóknar- og sjálfstæðismenn eru meira samstíga um en hinir flokkarnir tveir. Af hálfu beggja flokka í nýjum meirihluta liggur fyrir að þann hlut skuli selja fáist fyrir hann rétt verð. Og er þar enginn fyrirvari um að orkufyrirtæki skuli vera í opinberri eigu eins og hjá vinstri grænum og frjálslyndum. Reykvíkingar mega sem sagt búast við að nokkuð góð sátt ríki á nýja stjórnarheimilinu. Vissulega verður spennandi að sjá hversu vel framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni lukkast að gera sig gildandi í samstarfinu. Hann vann visst afrek með því að ná kosningu og það var aðdáunarvert að sjá hann vaxa með hverju skrefi í öllu því mótlæti sem hann varð fyrir í aðdraganda kosninganna. Hér með er sett sú ósk honum til handa að vonandi verði ekki of einmanalegt hjá honum í selskap sjálfstæðismannanna sjö. Hitt er svo allt annað mál hversu skynsamleg ráðstöfun það er fyrir Framsóknarflokkinn, þegar litið er til framtíðar, að leiða sjálfstæðismenn til valda í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík og Kópavogi, með minnsta mögulega tilstyrk á hvorum stað, eða einum fulltrúa. Framsóknarflokkurinn tapaði nánast um land allt í kosningunum um helgina, hvort sem flokkurinn var í vinstra eða hægra samstarfi. Erfitt er að álykta annað en að kjósendur hafi þar verið að refsa honum fyrir langvarandi og heldur vanmáttuga sambúð við sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, eða nokkuð svipaðan búskap og Framsóknarflokkurinn er nú að hefja í Reykjavík og Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun
Fyrir íbúa Reykjavíkur er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn langskásti kosturinn í stöðunni og því fagnaðarefni út af fyrir sig. Það var mikið ofmat hjá Samfylkingunni í Reykjavík að meta stöðu sína svo sterka að útiloka fyrir kosningar, eitt framboða, samstarf við Sjálfstæðisflokk um stjórn höfuðborgarinnar. Mikill samhljómur er um margt í áherslum þessara flokka í borgarmálunum og ólíkt hefði meirihluti þeirra haft sterkara umboð til verka, með ríflega 70 prósent atkvæða að baki sér, en nýskipaður meirihluti. Athugið í því sambandi að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks byggir á minnihluta atkvæða þeirra sem kusu til borgarstjórnar; 51 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu aðra flokka við stjórnvölinn en þessa tvo. Óþarfi er hins vegar að velkjast í vafa um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður sterkari og samstilltari en ef Frjálslyndi flokkurinn eða Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefði skaffað þann fulltrúa sem upp á vantar hjá Sjálfstæðisflokknum. Himin og haf ber til dæmis í milli sjálfstæðismanna og vinstri grænna í málefnum grunnskólanna. Þeir síðarnefndu sjá engan annan möguleika en opinberan rekstur og telja að stuðningur við einkaskóla sé á kostnað hinna opinberu. Hvernig hefði farið um þá stefnu Sjálfstæðisflokks að "foreldrar hafi aukið val um grunnskóla" í félagsskap við vinstri græna? Hvað skal gera með 45 prósent hlut borgarinnar í Landsvirkjun er annað mál sem framsóknar- og sjálfstæðismenn eru meira samstíga um en hinir flokkarnir tveir. Af hálfu beggja flokka í nýjum meirihluta liggur fyrir að þann hlut skuli selja fáist fyrir hann rétt verð. Og er þar enginn fyrirvari um að orkufyrirtæki skuli vera í opinberri eigu eins og hjá vinstri grænum og frjálslyndum. Reykvíkingar mega sem sagt búast við að nokkuð góð sátt ríki á nýja stjórnarheimilinu. Vissulega verður spennandi að sjá hversu vel framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni lukkast að gera sig gildandi í samstarfinu. Hann vann visst afrek með því að ná kosningu og það var aðdáunarvert að sjá hann vaxa með hverju skrefi í öllu því mótlæti sem hann varð fyrir í aðdraganda kosninganna. Hér með er sett sú ósk honum til handa að vonandi verði ekki of einmanalegt hjá honum í selskap sjálfstæðismannanna sjö. Hitt er svo allt annað mál hversu skynsamleg ráðstöfun það er fyrir Framsóknarflokkinn, þegar litið er til framtíðar, að leiða sjálfstæðismenn til valda í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík og Kópavogi, með minnsta mögulega tilstyrk á hvorum stað, eða einum fulltrúa. Framsóknarflokkurinn tapaði nánast um land allt í kosningunum um helgina, hvort sem flokkurinn var í vinstra eða hægra samstarfi. Erfitt er að álykta annað en að kjósendur hafi þar verið að refsa honum fyrir langvarandi og heldur vanmáttuga sambúð við sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, eða nokkuð svipaðan búskap og Framsóknarflokkurinn er nú að hefja í Reykjavík og Kópavogi.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun