Þriðja leiðin 26. maí 2006 00:01 Í Reykjavík eru fram undan æsispennandi 48 klukkustundir eða svo. Skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að vonir sjálfstæðismanna um að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn standi tæpt og að framsóknarmenn séu jafnvel hársbreidd frá því að ná inn sínum manni. Ef eftir gengur að Sjálfstæðisflokkur fái ekki átta fulltrúa kjörna, og þar með hreinan meirihluta, er komin upp upp sérlega athyglisverð staða. Í fljótu bragði má álykta að möguleikarnir séu þá tveir líklegastir: að R-listinn (Samfylking, Framsóknarflokkur og Vinstri græn) rísi upp frá dauðum með tilstyrk Frjálslynda flokksins og myndi meirihluta, og hins vegar að Sjálfstæðiflokkurinn freisti þess að fá til liðs við sig fulltrúa einhvers af litlu flokkunum og komist þannig til valda. Hvorugur kosturinn er spennandi. Dagar R-listans eru að baki. Útþynnt útgáfa af honum fjórða kjörtímabilið í röð er ekki líkleg til afreka. Sömu sögu má segja um mögulegt samstarf Sjálfstæðiflokks í yfirburðastöðu gagnvart einhverjum smáflokkanna þriggja. Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná saman eftir kosningar er kominn geysiöflugur meirihluti sem virkilega getur látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins með stuðningi Ólafs F. Magnússonar, fulltrúa Frjálslynda flokksins, myndi til dæmis þýða að ákvörðun um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni væri í uppnámi. Eitt af helstu baráttumálum Ólafs og félaga fyrir þessar kosningar er að flugvöllurinn verði um kyrrt, sem var þvert á stefnu borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna allt þar til við upphaf þessarar viku þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni flokksins, virtist allt í einu vera orðinn eitthvað tvístígandi í málinu. Þriðja leiðin og sú áhugaverðasta er ef stóru fylkingarnar tvær sem bjóða fram í borginni snúa bökum saman. Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná saman eftir kosningar er kominn geysiöflugur meirihluti sem virkilega getur látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Valdajafnvægið innan slíks meirihluta væri mun heilbrigðara en ef einhver smáflokkanna færi í eina sæng með Sjálfstæðisflokki. Og ekki þarf að fara mörgum orðum um að línurnar væru skýrari og einfaldari en ef nýr meirihluti yrði myndaður af Samfylkingu ásamt litlu flokkunum þremur. Málefnalega eru engin gljúfur sem ekki er hægt að brúa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Eðlilega hefur baráttan milli þessara tveggja stærstu framboða verið mest áberandi í aðdraganda kosninganna, en þar hefur ekkert gerst sem gerir mönnum persónulega ómögulegt að vinna saman í framtíðinni. Þess utan er auðvelt að sjá fyrir sér að oddvitar flokkanna í borginni gætu myndað sterkt teymi; reynsluboltinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og ungi ákafi maðurinn Dagur B. Eggertsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Í Reykjavík eru fram undan æsispennandi 48 klukkustundir eða svo. Skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að vonir sjálfstæðismanna um að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn standi tæpt og að framsóknarmenn séu jafnvel hársbreidd frá því að ná inn sínum manni. Ef eftir gengur að Sjálfstæðisflokkur fái ekki átta fulltrúa kjörna, og þar með hreinan meirihluta, er komin upp upp sérlega athyglisverð staða. Í fljótu bragði má álykta að möguleikarnir séu þá tveir líklegastir: að R-listinn (Samfylking, Framsóknarflokkur og Vinstri græn) rísi upp frá dauðum með tilstyrk Frjálslynda flokksins og myndi meirihluta, og hins vegar að Sjálfstæðiflokkurinn freisti þess að fá til liðs við sig fulltrúa einhvers af litlu flokkunum og komist þannig til valda. Hvorugur kosturinn er spennandi. Dagar R-listans eru að baki. Útþynnt útgáfa af honum fjórða kjörtímabilið í röð er ekki líkleg til afreka. Sömu sögu má segja um mögulegt samstarf Sjálfstæðiflokks í yfirburðastöðu gagnvart einhverjum smáflokkanna þriggja. Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná saman eftir kosningar er kominn geysiöflugur meirihluti sem virkilega getur látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins með stuðningi Ólafs F. Magnússonar, fulltrúa Frjálslynda flokksins, myndi til dæmis þýða að ákvörðun um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni væri í uppnámi. Eitt af helstu baráttumálum Ólafs og félaga fyrir þessar kosningar er að flugvöllurinn verði um kyrrt, sem var þvert á stefnu borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna allt þar til við upphaf þessarar viku þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni flokksins, virtist allt í einu vera orðinn eitthvað tvístígandi í málinu. Þriðja leiðin og sú áhugaverðasta er ef stóru fylkingarnar tvær sem bjóða fram í borginni snúa bökum saman. Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná saman eftir kosningar er kominn geysiöflugur meirihluti sem virkilega getur látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Valdajafnvægið innan slíks meirihluta væri mun heilbrigðara en ef einhver smáflokkanna færi í eina sæng með Sjálfstæðisflokki. Og ekki þarf að fara mörgum orðum um að línurnar væru skýrari og einfaldari en ef nýr meirihluti yrði myndaður af Samfylkingu ásamt litlu flokkunum þremur. Málefnalega eru engin gljúfur sem ekki er hægt að brúa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Eðlilega hefur baráttan milli þessara tveggja stærstu framboða verið mest áberandi í aðdraganda kosninganna, en þar hefur ekkert gerst sem gerir mönnum persónulega ómögulegt að vinna saman í framtíðinni. Þess utan er auðvelt að sjá fyrir sér að oddvitar flokkanna í borginni gætu myndað sterkt teymi; reynsluboltinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og ungi ákafi maðurinn Dagur B. Eggertsson.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun