Hver er ávinningur áminningar? 22. maí 2006 00:01 Alþekkt er að landsmál geta haft áhrif á sveitarstjórnarkosningar. Að þessu sinni hefur landsmálapólitíkin ekki verið dregin inn í kosningabaráttuna með beinum hætti en í almennum fréttum hafa ýmis viðfangsefni efnahagsstjórnunar og ríkisfjármála eigi að síður verið fyrirferðarmeiri en pólitísk átök í Reykjavík, bæjarfélögum og sveitum. Fyrsti og eini frambjóðandinn sem dregur landsmálin með beinum hætti inn í kosningabaráttuna er aðstoðarmaður forsætisráðherra, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann hefur látið að því liggja að slök niðurstaða í sveitarstjórnarkosningum kunni að leiða til breytinga á afstöðu flokksins á landsvísu. Skilaboðin eru einföld: Gjaldi Framsóknarflokkurinn fyrir ríkisstjórnina í þessum kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn ekki mun það hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Rétt er og eðlilegt að líta á þessi ummæli fremur sem áminningu en hótun. En stóra spurningin er: Hvaða ávinning geta þau haft í för með sér? Það er vandséð. Áminningin er ekki líkleg til þess að draga jaðaratkvæði af vinstri vængnum yfir til Framsóknarflokksins. Þeir kjósendur ættu fremur að kætast yfir hugsanlegum óróa innan ríkisstjórnarinnar. Eins og skoðanakannanir hafa staðið hafa jaðarkjósendur Sjálfstæðisflokksins varla ástæðu til að óttast þó að alþingiskosningum yrði flýtt. Ólíklegt er því að yfirlýsingin dragi þá sérstaklega að Framsóknarflokknum. Svo sem eðlilegt má telja hefur ríkisstjórnin átt í vök að verjast í einstökum málum, ekki síst fyrir þá sök að gengi krónunnar komst í óraunhæfa stöðu í of langan tíma. En í þeim efnum er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sú sama og Framsóknarflokksins. Kjarni málsins er hins vegar sá að ríkisstjórnin stendur almennt vel að vígi enda undirstöður þjóðarbúskaparins traustar. Það er ugglaust helsta ástæðan fyrir því að landsmálin hafa ekki dregist að marki inn í kosningabráttuna nú. Með réttu hefur enginn séð hag í því. Í raun réttri er það röng greining á vanda Framsóknarflokksins að verið sé að refsa honum fyrir það sem úrskeiðis hefur gengið en verðlauna Sjálfstæðisflokkinn fyrir hitt sem vel hefur tekist. Vandi Framsóknarflokksins er af öðrum toga. Styrkur Framsóknarflokksins nú er sá að Halldóri Ásgrímssyni hefur tekist að breyta honum úr hentistefnuflokki eða eins konar meðaltalsmiðjuflokki í staðfastan frjálslyndan miðjuflokk með nútíma yfirbragði. Vandi flokksins sýnist á hinn bóginn helst vera sá að hafa á umbreytingarferli gleymt að gefa jaðarflórunni nægjanlega næringu og þannig veikt ákveðna og nauðsynlega ímynd sem ekki mátti með öllu missa sín. Ákvörðunarhátturinn varðandi stuðning við Íraksstríðið, gömlu fjölmiðlalögin og nýja Ríkisútvarpsfrumvarpið eru dæmi um mál þar sem Framsóknarflokkurinn hefði getað nært jaðarflóru flokksins án þess að stefna stjórnarsamstarfinu í hættu. Í ríkisstjórnarsamstarfi þurfa flokkar jafnan að ákveðnu marki að taka tillit til sérstöðu samstarfsaðilanna. Mestu skiptir þó að hver flokkur velji ímyndarmál sín af kostgæfni. Þeir sem kjörnir voru til forystu í Framsóknarflokknum til þess að gefa gamla jaðrinum næringu hafa ekki haft styrk eða pólitískt skynbragð til að standa á þeim verði þegar mestu máli skipti. Feli áminning unga forystumannsins í Reykjavík í sér skilning á þessu eðli vandans gæti hún hugsanlega orðið flokknum ávinningur. Ekki er þó ljóst að svo sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun
Alþekkt er að landsmál geta haft áhrif á sveitarstjórnarkosningar. Að þessu sinni hefur landsmálapólitíkin ekki verið dregin inn í kosningabaráttuna með beinum hætti en í almennum fréttum hafa ýmis viðfangsefni efnahagsstjórnunar og ríkisfjármála eigi að síður verið fyrirferðarmeiri en pólitísk átök í Reykjavík, bæjarfélögum og sveitum. Fyrsti og eini frambjóðandinn sem dregur landsmálin með beinum hætti inn í kosningabaráttuna er aðstoðarmaður forsætisráðherra, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann hefur látið að því liggja að slök niðurstaða í sveitarstjórnarkosningum kunni að leiða til breytinga á afstöðu flokksins á landsvísu. Skilaboðin eru einföld: Gjaldi Framsóknarflokkurinn fyrir ríkisstjórnina í þessum kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn ekki mun það hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Rétt er og eðlilegt að líta á þessi ummæli fremur sem áminningu en hótun. En stóra spurningin er: Hvaða ávinning geta þau haft í för með sér? Það er vandséð. Áminningin er ekki líkleg til þess að draga jaðaratkvæði af vinstri vængnum yfir til Framsóknarflokksins. Þeir kjósendur ættu fremur að kætast yfir hugsanlegum óróa innan ríkisstjórnarinnar. Eins og skoðanakannanir hafa staðið hafa jaðarkjósendur Sjálfstæðisflokksins varla ástæðu til að óttast þó að alþingiskosningum yrði flýtt. Ólíklegt er því að yfirlýsingin dragi þá sérstaklega að Framsóknarflokknum. Svo sem eðlilegt má telja hefur ríkisstjórnin átt í vök að verjast í einstökum málum, ekki síst fyrir þá sök að gengi krónunnar komst í óraunhæfa stöðu í of langan tíma. En í þeim efnum er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sú sama og Framsóknarflokksins. Kjarni málsins er hins vegar sá að ríkisstjórnin stendur almennt vel að vígi enda undirstöður þjóðarbúskaparins traustar. Það er ugglaust helsta ástæðan fyrir því að landsmálin hafa ekki dregist að marki inn í kosningabráttuna nú. Með réttu hefur enginn séð hag í því. Í raun réttri er það röng greining á vanda Framsóknarflokksins að verið sé að refsa honum fyrir það sem úrskeiðis hefur gengið en verðlauna Sjálfstæðisflokkinn fyrir hitt sem vel hefur tekist. Vandi Framsóknarflokksins er af öðrum toga. Styrkur Framsóknarflokksins nú er sá að Halldóri Ásgrímssyni hefur tekist að breyta honum úr hentistefnuflokki eða eins konar meðaltalsmiðjuflokki í staðfastan frjálslyndan miðjuflokk með nútíma yfirbragði. Vandi flokksins sýnist á hinn bóginn helst vera sá að hafa á umbreytingarferli gleymt að gefa jaðarflórunni nægjanlega næringu og þannig veikt ákveðna og nauðsynlega ímynd sem ekki mátti með öllu missa sín. Ákvörðunarhátturinn varðandi stuðning við Íraksstríðið, gömlu fjölmiðlalögin og nýja Ríkisútvarpsfrumvarpið eru dæmi um mál þar sem Framsóknarflokkurinn hefði getað nært jaðarflóru flokksins án þess að stefna stjórnarsamstarfinu í hættu. Í ríkisstjórnarsamstarfi þurfa flokkar jafnan að ákveðnu marki að taka tillit til sérstöðu samstarfsaðilanna. Mestu skiptir þó að hver flokkur velji ímyndarmál sín af kostgæfni. Þeir sem kjörnir voru til forystu í Framsóknarflokknum til þess að gefa gamla jaðrinum næringu hafa ekki haft styrk eða pólitískt skynbragð til að standa á þeim verði þegar mestu máli skipti. Feli áminning unga forystumannsins í Reykjavík í sér skilning á þessu eðli vandans gæti hún hugsanlega orðið flokknum ávinningur. Ekki er þó ljóst að svo sé.