Lækkið bensínið strax 13. apríl 2006 00:01 Hækkandi verðbólga og eldsneytisverð í sögulegu hámarki eru afleit tíðindi fyrir íslensk heimili. Afborganir af verðtryggðum íbúðalánum snarhækka og sömuleiðis kostnaður við rekstur heimilisbílsins, Þetta eru þeir tveir þættir sem vega hvað þyngst í útgjöldum fólksins í landinu. Stjórnvöld hafa í hendi sér einfalda leið til þess að draga úr þessum hækkunum á skjótan og áhrifaríkan hátt með því að lækka tímabundið skatta á eldsneyti. Með því eru slegnar tvær flugur í einu höggi, þrýstingur á verðbólguna minnkar og bifreiðaeigendur finna strax fyrir lægra eldsneytisverði í buddum sínum. Fordæmi eru fyrir slíkum aðgerðum. Olíugjaldið var lækkað tímabundið frá 1. júlí 2005 til 31. desember 2005 einmitt til að vinna gegn hækkandi verðbólgu. Árið 2002 fór ríkisstjórnin þessa sömu leið með þeim rökstuðningi að áhrif hækkunar á bensínverði væru umtalsverð og gætu stofnað verðlagsmarkmiðum kjarasamninga í hættu. Einnig var gripið til svipaðra aðgerða þegar olíuverð hækkaði mjög mikið á heimsmarkaði vegna Persaflóastríðsins 1990 og þegar heimsmarkaðsverð hækkaði um 50 prósent á fáeinum vikum árið 1996. Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur ítrekað skorað á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að koma til móts við heimilin í landinu með því að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Síðastliðið haust afhenti FÍB fjármálaráðherra áskorun þar sem var bent á að skattlagningin er nú með þeim hætti að ofan á verð eldsneytisins, eins og það kostar komið til landsins, leggjast vörugjöld og bensín- og olíugjöld. Þar ofan á leggst því næst 24,5 prósenta virðisaukaskattur þannig að með honum er verið að innheimta skatt af þeim sköttum og gjöldum sem þegar er búið að leggja á eldsneytið. Þetta þýðir einfaldlega að því meira sem heimsmarkaðsverð á olíu hækkar, því meira græðir ríkið á skattheimtu af eldsneyti. Til að setja þetta í tölulegt samhengi má gera ráð fyrir að bensínhækkanir síðastliðna tólf mánuði hafi fært ríkinu meira en 600 milljónir í auknar tekjur. Þótt FÍB hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda undangengið haust náðu hugmyndir félagsins þó inn á Alþingi þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir hópi þingmanna sem lagði fram frumvarp til laga um tímabundna lækkun bensín- og olíugjalds frá 1. nóvember 2005 til loka mars 2006 eða í fimm mánuði. Frumvarpið fékk ekki brautargengi en ef það hefði verið samþykkt hefði útsöluverð á bensíni og olíu lækkað um tæpar 5 krónur eða um 9 til 10 prósent. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að flest heimili munar um slíka lækkun, en meðalbensínreikningur einnar fjölskyldu á ári er áætlaður um 400 þúsund krónur. Nú er aftur lag enda er bensínverð nú í sögulegu hámarki. Ríkisstjórnin hefur þessa leið í hendi sér. Fordæmin eru til staðar. Þettta er eingöngu spurning um vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun
Hækkandi verðbólga og eldsneytisverð í sögulegu hámarki eru afleit tíðindi fyrir íslensk heimili. Afborganir af verðtryggðum íbúðalánum snarhækka og sömuleiðis kostnaður við rekstur heimilisbílsins, Þetta eru þeir tveir þættir sem vega hvað þyngst í útgjöldum fólksins í landinu. Stjórnvöld hafa í hendi sér einfalda leið til þess að draga úr þessum hækkunum á skjótan og áhrifaríkan hátt með því að lækka tímabundið skatta á eldsneyti. Með því eru slegnar tvær flugur í einu höggi, þrýstingur á verðbólguna minnkar og bifreiðaeigendur finna strax fyrir lægra eldsneytisverði í buddum sínum. Fordæmi eru fyrir slíkum aðgerðum. Olíugjaldið var lækkað tímabundið frá 1. júlí 2005 til 31. desember 2005 einmitt til að vinna gegn hækkandi verðbólgu. Árið 2002 fór ríkisstjórnin þessa sömu leið með þeim rökstuðningi að áhrif hækkunar á bensínverði væru umtalsverð og gætu stofnað verðlagsmarkmiðum kjarasamninga í hættu. Einnig var gripið til svipaðra aðgerða þegar olíuverð hækkaði mjög mikið á heimsmarkaði vegna Persaflóastríðsins 1990 og þegar heimsmarkaðsverð hækkaði um 50 prósent á fáeinum vikum árið 1996. Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur ítrekað skorað á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að koma til móts við heimilin í landinu með því að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Síðastliðið haust afhenti FÍB fjármálaráðherra áskorun þar sem var bent á að skattlagningin er nú með þeim hætti að ofan á verð eldsneytisins, eins og það kostar komið til landsins, leggjast vörugjöld og bensín- og olíugjöld. Þar ofan á leggst því næst 24,5 prósenta virðisaukaskattur þannig að með honum er verið að innheimta skatt af þeim sköttum og gjöldum sem þegar er búið að leggja á eldsneytið. Þetta þýðir einfaldlega að því meira sem heimsmarkaðsverð á olíu hækkar, því meira græðir ríkið á skattheimtu af eldsneyti. Til að setja þetta í tölulegt samhengi má gera ráð fyrir að bensínhækkanir síðastliðna tólf mánuði hafi fært ríkinu meira en 600 milljónir í auknar tekjur. Þótt FÍB hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda undangengið haust náðu hugmyndir félagsins þó inn á Alþingi þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir hópi þingmanna sem lagði fram frumvarp til laga um tímabundna lækkun bensín- og olíugjalds frá 1. nóvember 2005 til loka mars 2006 eða í fimm mánuði. Frumvarpið fékk ekki brautargengi en ef það hefði verið samþykkt hefði útsöluverð á bensíni og olíu lækkað um tæpar 5 krónur eða um 9 til 10 prósent. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að flest heimili munar um slíka lækkun, en meðalbensínreikningur einnar fjölskyldu á ári er áætlaður um 400 þúsund krónur. Nú er aftur lag enda er bensínverð nú í sögulegu hámarki. Ríkisstjórnin hefur þessa leið í hendi sér. Fordæmin eru til staðar. Þettta er eingöngu spurning um vilja.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun