Fjárfesting en ekki góðgerð 3. apríl 2006 00:01 Í síðustu viku voru afhentir styrkir úr Háskólasjóði Eimskipafélagsins. Samtals var þar um að ræða sextíu milljónir króna. Styrkirnir eru veittir ungum vísindamönnum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Viðburður af þessu tagi er vissulega að formi um margt keimlíkur ýmsum öðrum. En hvað sem ytra umbúnaði líður búa þar að baki ýmsar athyglisverðar staðreyndir. Vert er að veita eftirtekt í því samhengi að á þessu sviði er Háskólasjóður Eimskipafélagsins jafnoki ríkissjóðs. Þannig ver Rannsóknanámssjóður jafnhárri upphæð í styrki til framhaldsnáms. Sá samanburður segir fyrst og fremst þá sögu að íslenskt atvinnulíf er með margvíslegu móti að láta til sín taka með afli sem um munar á sviði menntunar og rannsókna. Þetta eru ekki alveg ný sannindi. En hitt er ljóst að atvinnulífið er smám saman að stíga stærri skref í þessum efnum en áður hafa þekkst. Háskólasjóður Eimskipafélagsins var á sínum tíma stofnaður af Vestur-Íslendingum. Markmið hans var að stuðla að viðgangi Háskóla Íslands og styrkja efnilega nemendur hans. Ný forysta sjóðsins hefur vakið hann til nýs lífs. Á síðasta ári ávaxtaðist pund hans um 1,2 milljarða króna. Heildareignir hans eru þreföld sú upphæð. Styrkveitingin á dögunum var ekki eins skiptis aðgerð. Þess er þannig að vænta að Háskólinn eigi eftir að njóta ávaxta úr þessum garði um langa framtíð. Að baki býr langtíma skuldbinding. Formaður stjórnar sjóðsins, Björgólfur Guðmundsson, segir í viðtali við Fréttablaðið liðinn laugardag: Að hámarka arðinn er spurning um tíma. Það þarf ekki að hámarka hann á einu ári. Þeir sem hljóta styrki koma til með að skila meiri hagsæld inn í þjóðfélagið og það skilar sér aftur inn í fyrirtækin. Svona stuðningur er fjárfesting til framtíðar. Hann bætti síðan við: Þetta er ekki góðgerðarstarf. Við erum að efla íslenskt samfélag, okkur og öðrum til góða. Þau viðhorf sem hér er lýst lúta að grundvallaratriðum varðandi framtíð þjóðfélagsins. Engin fjárfesting skilar að öðru jöfnu þeim arði sem vænta má af aukinni menntun og þekkingu. Hér duga að vísu ekki hefðbundnar mælistikur. Það er helst að menn geti lesið árangurinn út úr langtímayfirlitum um hagvöxt. Kostnaður við menntun og rannsóknir er ekki góðgerð eða eyðsla á fjármunum. Hann er fjárfesting. Ársuppgjör eru hefðbundinn mælikvarði á árangur í rekstri fyrirtækja. Því er mikilvægt að jafnhliða mati á ársreikningum hafi forystumenn atvinnulífsins í huga þann arð sem langtímafjárfesting í þekkingu skapar. Höfuðskyldurnar í þessu efni hvíla eigi að síður á ríkisvaldinu. En skynsamleg fjárfesting á þessu sviði er hins vegar miklu meiri en svo að skattborgararnir ráði einir við hana. Fyrir þá sök er sú hugsun sem Björgólfur Guðmundsson hefur gefið sem skýringu á endurlífgun Háskólasjóðs Eimskipafélagsins nauðsynleg næring viðvarandi vaxtar og hagnaðar í atvinnulífinu. Brýnt er að vaxandi tilfinning atvinnulífsins fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar dragi ekki úr skilningi stjórnmálamanna á þeim grundvallarskyldum sem á þeim hvíla í þessum efnum. Og það er lofsvert að útgjöld til menntamála hafa aukist umfram flest önnur svið. En þau segja þó ekki alla söguna. Í raun réttri er það öfugsnúið að menntamál skuli ekki vera uppistaðan eða að minnsta kosti ívafið í vef almennrar stjórnmálaumræðu. Þar á mætti verða breyting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Í síðustu viku voru afhentir styrkir úr Háskólasjóði Eimskipafélagsins. Samtals var þar um að ræða sextíu milljónir króna. Styrkirnir eru veittir ungum vísindamönnum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Viðburður af þessu tagi er vissulega að formi um margt keimlíkur ýmsum öðrum. En hvað sem ytra umbúnaði líður búa þar að baki ýmsar athyglisverðar staðreyndir. Vert er að veita eftirtekt í því samhengi að á þessu sviði er Háskólasjóður Eimskipafélagsins jafnoki ríkissjóðs. Þannig ver Rannsóknanámssjóður jafnhárri upphæð í styrki til framhaldsnáms. Sá samanburður segir fyrst og fremst þá sögu að íslenskt atvinnulíf er með margvíslegu móti að láta til sín taka með afli sem um munar á sviði menntunar og rannsókna. Þetta eru ekki alveg ný sannindi. En hitt er ljóst að atvinnulífið er smám saman að stíga stærri skref í þessum efnum en áður hafa þekkst. Háskólasjóður Eimskipafélagsins var á sínum tíma stofnaður af Vestur-Íslendingum. Markmið hans var að stuðla að viðgangi Háskóla Íslands og styrkja efnilega nemendur hans. Ný forysta sjóðsins hefur vakið hann til nýs lífs. Á síðasta ári ávaxtaðist pund hans um 1,2 milljarða króna. Heildareignir hans eru þreföld sú upphæð. Styrkveitingin á dögunum var ekki eins skiptis aðgerð. Þess er þannig að vænta að Háskólinn eigi eftir að njóta ávaxta úr þessum garði um langa framtíð. Að baki býr langtíma skuldbinding. Formaður stjórnar sjóðsins, Björgólfur Guðmundsson, segir í viðtali við Fréttablaðið liðinn laugardag: Að hámarka arðinn er spurning um tíma. Það þarf ekki að hámarka hann á einu ári. Þeir sem hljóta styrki koma til með að skila meiri hagsæld inn í þjóðfélagið og það skilar sér aftur inn í fyrirtækin. Svona stuðningur er fjárfesting til framtíðar. Hann bætti síðan við: Þetta er ekki góðgerðarstarf. Við erum að efla íslenskt samfélag, okkur og öðrum til góða. Þau viðhorf sem hér er lýst lúta að grundvallaratriðum varðandi framtíð þjóðfélagsins. Engin fjárfesting skilar að öðru jöfnu þeim arði sem vænta má af aukinni menntun og þekkingu. Hér duga að vísu ekki hefðbundnar mælistikur. Það er helst að menn geti lesið árangurinn út úr langtímayfirlitum um hagvöxt. Kostnaður við menntun og rannsóknir er ekki góðgerð eða eyðsla á fjármunum. Hann er fjárfesting. Ársuppgjör eru hefðbundinn mælikvarði á árangur í rekstri fyrirtækja. Því er mikilvægt að jafnhliða mati á ársreikningum hafi forystumenn atvinnulífsins í huga þann arð sem langtímafjárfesting í þekkingu skapar. Höfuðskyldurnar í þessu efni hvíla eigi að síður á ríkisvaldinu. En skynsamleg fjárfesting á þessu sviði er hins vegar miklu meiri en svo að skattborgararnir ráði einir við hana. Fyrir þá sök er sú hugsun sem Björgólfur Guðmundsson hefur gefið sem skýringu á endurlífgun Háskólasjóðs Eimskipafélagsins nauðsynleg næring viðvarandi vaxtar og hagnaðar í atvinnulífinu. Brýnt er að vaxandi tilfinning atvinnulífsins fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar dragi ekki úr skilningi stjórnmálamanna á þeim grundvallarskyldum sem á þeim hvíla í þessum efnum. Og það er lofsvert að útgjöld til menntamála hafa aukist umfram flest önnur svið. En þau segja þó ekki alla söguna. Í raun réttri er það öfugsnúið að menntamál skuli ekki vera uppistaðan eða að minnsta kosti ívafið í vef almennrar stjórnmálaumræðu. Þar á mætti verða breyting.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun