Össur slær nýjan tón 11. mars 2006 00:01 Hræringar á fjármálamarkaði hafa fengið Valgerði Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, til þess að setja fram hugmyndir um aðild Íslands að evrópska myntbandalaginu í þeim tilgangi að leysa krónuna af hólmi með evru. Út frá almennu sjónarmiði hreyfir ráðherrann hér við álitaefni, sem ærin ástæða er til að brjóta til mergjar þegar til lengri tíma er horft. En hitt er fráleitt að hugsa evruna sem lausn á tímabundnum ólóleika, og í sjálfu sér ekki víst að það hafi verið hugsunin. Og sú aðferð, sem ráðherrann leggur til, er með öllu óraunhæf. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Grein viðskiptaráðherrans breytir engu í því efni. En framhjá því verður hins vegar ekki litið, að það hlýtur að teljast nokkur pólitískur viðburður, þegar viðskiptaráðherra kveður sér hljóðs með svo afgerandi hætti um jafn stórt, viðkvæmt og margslungið mál; ekki síst í ljósi þess hver staða þess er í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Hvað sem öðru líður hlýtur þetta frumkvæði eigi að síður að vekja upp umræðu um íslensku krónuna í alþjóðlegu samhengi og stöðu efnahagsmálanna. Viðbrögð Geirs Haarde, utanríkisráðherra, og Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, við þessum hugmyndum komu ekki á óvart og eru reyndar í fullu samræmi við stöðu þessa máls innan ríkisstjórnarinnar. Hitt vekur meiri athygli á hvern veg fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, Össur Skarphéðinsson, tók á málinu þegar það kom til umræðu á Alþingi. Þar kvað vissulega við annan tón en venjulega heyrist úr hans herbúðum, þegar Evrópusambandið ber á góma. Með hliðsjón af stefnu Samfylkingarinnar hefði mátt ætla, að talsmaður hennar hefði átt meiri samleið með ráðherrum Framsóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins þegar mál sem þetta ber á góma. En því var ekki að heilsa að þessu sinni. Þannig efaðist þingmaðurinn um tímasetningu þessa útspils viðskiptaráðherra. Taldi það aukheldur bera vott um taugaveiklun og lýsti því sem örþrifaráði. Hvorugt væri til þess fallið að sefa markaðinn. Sú ályktun verður ekki dregin af þessum ummælum, að Össur Skarphéðinsson hafi skipt um skoðun varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. En nærlægt er að túlka þau á þann veg, að sannfæring hans um að hraða framvindu þess máls sé ekki eins sterk og áður. Í annan stað geta ummælin bent til þess, að hann vilji stýra umræðunni um Evrópusambandið á þann veg, að það mál útiloki ekki samstarf Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar að loknum næstu kosningum. Ef hér eru dregnar réttar ályktanir geta viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar haft talsvert pólitískt gildi; að því tilskildu, að aðrir forystumenn Samfylkingarinnar slái sama tóninn. Það er raunhæft mat, að breytingar á afstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu geti aðeins gerst með breiðri samstöðu þjóðarinnar. Það þýðir einfaldlega, að þrír stærstu flokkarnir þurfa að koma þar að eigi eitthvað að gerast. Ef sá nýi tónn, sem Össur Skarphéðinsson hefur nú slegið, felur í sér viðurkenningu á þessari staðreynd gæti hann hugsanlega leitt til afslappaðri umræðu og jafnvel málefnalegri um þetta stóra álitaefni. Og því má ekki gleyma, að stjórnarskráin útilokar með öllu Evrópusambandsaðild. Skynsamlegt væri að gera breytingar þar á óháð áformum um að nota þá heimild. Að öllu athuguðu er því einsýnt, að útspil viðskiptaráðherra er ekkert augnabliksmál og ekki líklegt kosningamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hræringar á fjármálamarkaði hafa fengið Valgerði Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, til þess að setja fram hugmyndir um aðild Íslands að evrópska myntbandalaginu í þeim tilgangi að leysa krónuna af hólmi með evru. Út frá almennu sjónarmiði hreyfir ráðherrann hér við álitaefni, sem ærin ástæða er til að brjóta til mergjar þegar til lengri tíma er horft. En hitt er fráleitt að hugsa evruna sem lausn á tímabundnum ólóleika, og í sjálfu sér ekki víst að það hafi verið hugsunin. Og sú aðferð, sem ráðherrann leggur til, er með öllu óraunhæf. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Grein viðskiptaráðherrans breytir engu í því efni. En framhjá því verður hins vegar ekki litið, að það hlýtur að teljast nokkur pólitískur viðburður, þegar viðskiptaráðherra kveður sér hljóðs með svo afgerandi hætti um jafn stórt, viðkvæmt og margslungið mál; ekki síst í ljósi þess hver staða þess er í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Hvað sem öðru líður hlýtur þetta frumkvæði eigi að síður að vekja upp umræðu um íslensku krónuna í alþjóðlegu samhengi og stöðu efnahagsmálanna. Viðbrögð Geirs Haarde, utanríkisráðherra, og Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, við þessum hugmyndum komu ekki á óvart og eru reyndar í fullu samræmi við stöðu þessa máls innan ríkisstjórnarinnar. Hitt vekur meiri athygli á hvern veg fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, Össur Skarphéðinsson, tók á málinu þegar það kom til umræðu á Alþingi. Þar kvað vissulega við annan tón en venjulega heyrist úr hans herbúðum, þegar Evrópusambandið ber á góma. Með hliðsjón af stefnu Samfylkingarinnar hefði mátt ætla, að talsmaður hennar hefði átt meiri samleið með ráðherrum Framsóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins þegar mál sem þetta ber á góma. En því var ekki að heilsa að þessu sinni. Þannig efaðist þingmaðurinn um tímasetningu þessa útspils viðskiptaráðherra. Taldi það aukheldur bera vott um taugaveiklun og lýsti því sem örþrifaráði. Hvorugt væri til þess fallið að sefa markaðinn. Sú ályktun verður ekki dregin af þessum ummælum, að Össur Skarphéðinsson hafi skipt um skoðun varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. En nærlægt er að túlka þau á þann veg, að sannfæring hans um að hraða framvindu þess máls sé ekki eins sterk og áður. Í annan stað geta ummælin bent til þess, að hann vilji stýra umræðunni um Evrópusambandið á þann veg, að það mál útiloki ekki samstarf Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar að loknum næstu kosningum. Ef hér eru dregnar réttar ályktanir geta viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar haft talsvert pólitískt gildi; að því tilskildu, að aðrir forystumenn Samfylkingarinnar slái sama tóninn. Það er raunhæft mat, að breytingar á afstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu geti aðeins gerst með breiðri samstöðu þjóðarinnar. Það þýðir einfaldlega, að þrír stærstu flokkarnir þurfa að koma þar að eigi eitthvað að gerast. Ef sá nýi tónn, sem Össur Skarphéðinsson hefur nú slegið, felur í sér viðurkenningu á þessari staðreynd gæti hann hugsanlega leitt til afslappaðri umræðu og jafnvel málefnalegri um þetta stóra álitaefni. Og því má ekki gleyma, að stjórnarskráin útilokar með öllu Evrópusambandsaðild. Skynsamlegt væri að gera breytingar þar á óháð áformum um að nota þá heimild. Að öllu athuguðu er því einsýnt, að útspil viðskiptaráðherra er ekkert augnabliksmál og ekki líklegt kosningamál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun