Háskóli á heimsvísu 28. febrúar 2006 00:01 Prófessor Guðmundur Finnbogason sagði í Skírnisgrein 1906, að þjóðin ætti að hafa þann metnað að láta ekkert barn sitt gjalda þess, að það er hennar barn, en ekki ríkari og fjölmennari þjóðar. Réttum eitthundrað árum síðar stígur nýr arftaki á rektorsstóli Háskóla Íslands fram og segist ætla að koma Háskóla Íslands í hóp eitthundarað bestu háskóla í heimi. Það var sannarlega kominn tími til að setja gamla hugsjónabrýningu löngu genginns rektors á dagskrá. Ræða Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, við útskrift stúdenta síðastliðinn laugardag fór eins og hressandi andblær um þjóðlífið. Hún var vissulega full af bjartsýni;einhverjir kunna að segja of mikilli eða óraunhæfri. Hitt skiptir meira máli, að ræðan lýsti ríkum og verðugum metnaði.Þjóðin hefur fá verkefni brýnni nú um stundir en að skipa sér þétt að baki því háleita markmiði, sem rektor hefur lýst sem vilja Hásólans. Góð menntun og öflug vísindastarfsemi er forsenda allra efnalegra framfara og grundvöllur fyrir heilbrigðu og gróandi þjóðlífi. Um þetta er ekki deilt. Boðskapur eins og sá, sem rektor Háskólans hefur nú komið fram með, má hins vegar ekki daga uppi sem óumdeildur ræðustúfur. Nú þarf Háskólinn að gera grein fyrir því hvernig þessu marki verði náð. Það þarf meira en orð og meira en peninga.Hér þarf án nokkurs vafa bæði nýja hugsun og ný vinnubrögð. Það mun líka reyna á þolinmæði, því það kemur ekki allt í einu og alls ekki af sjálfu sér. Sú leið, sem Háskólinn hefur ákveðið að fara inn á verður örugglega ekki greiðfær. Hún verður heldur ekki sársáukalaus. Það þarf að ýta á ýmsa auma bletti, hreyfa við mörgum rótgrónum hagsmunum og hrista upp í viðteknum hugsunarhætti. Allt mun það kalla á umræðu, sem síðan þarf að leiða inn á þá braut, sem markið hefur verið sett á. Ef menn ætla að skjóta sér undan óþægindunum er óvíst um árangur. Eitt af því, sem Háskólinn þarf að velta fyrir sér er sjálft stjórnfyrirkomulag skólans. Það byggir um margt á gömlum rótgrónum hugmyndum. Svara þær kalli nýs tíma? Það gæti verið nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórnsýsluna. Önnur nærtæk spurning lýtur að skólagjöldum. Aðrir háskólar í landinu hafa sumir hverjir heimild til ákveðinnar gjaldtöku. Getur Háskóli Íslands búið við þá samkeppnisaðstöðu? Þó að samkeppni í íslensku háskólastarfi hljóti eðli máls samkvæmt fyrst og fremst að vera við erlenda háskóla er engum vafa undirorpið, að innlend samkeppni á þessu sviði er líka holl. Háskólastarf og rannsóknir úti á landsbyggðinni er einnig afar mikilvægt fyrir samfélagsþróunina í landinu. Að þessu leyti er Háskóli Íslands ekki eyland í samfélaginu og á ekki að vera það. En þessi sannindi breyta ekki hinu, að hér á landi eru fleiri háskólar að tiltölu en á öðrum byggðum bólum. Hvaða vit er í því? Æðsta yfirstjórn menntamála í landinu þarf að svara þeirri spurningu afdráttarlaust, þó að skynsamleg svör geti vakið upp viðbrögð og raskað hagsmunum, sem eru að ná eða hafa náð fótfestu í kerfinu. Til þess að ná settu marki þarf vafalaust að verja meira fé til Háskólans á næstu árum. En áður en svar við þeirri einföldu spurningu er gefið þurfa bæði Háskólinn og menntamálaráðuneytið að svara ýmsum spurningum um innviði og skipulag háskólastarfs í landinu. En kjarni málsins er sá, að verðugt markmið hefur verið sett og tími er kominn til að hefjast handa um Háskóla á heimsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Prófessor Guðmundur Finnbogason sagði í Skírnisgrein 1906, að þjóðin ætti að hafa þann metnað að láta ekkert barn sitt gjalda þess, að það er hennar barn, en ekki ríkari og fjölmennari þjóðar. Réttum eitthundrað árum síðar stígur nýr arftaki á rektorsstóli Háskóla Íslands fram og segist ætla að koma Háskóla Íslands í hóp eitthundarað bestu háskóla í heimi. Það var sannarlega kominn tími til að setja gamla hugsjónabrýningu löngu genginns rektors á dagskrá. Ræða Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, við útskrift stúdenta síðastliðinn laugardag fór eins og hressandi andblær um þjóðlífið. Hún var vissulega full af bjartsýni;einhverjir kunna að segja of mikilli eða óraunhæfri. Hitt skiptir meira máli, að ræðan lýsti ríkum og verðugum metnaði.Þjóðin hefur fá verkefni brýnni nú um stundir en að skipa sér þétt að baki því háleita markmiði, sem rektor hefur lýst sem vilja Hásólans. Góð menntun og öflug vísindastarfsemi er forsenda allra efnalegra framfara og grundvöllur fyrir heilbrigðu og gróandi þjóðlífi. Um þetta er ekki deilt. Boðskapur eins og sá, sem rektor Háskólans hefur nú komið fram með, má hins vegar ekki daga uppi sem óumdeildur ræðustúfur. Nú þarf Háskólinn að gera grein fyrir því hvernig þessu marki verði náð. Það þarf meira en orð og meira en peninga.Hér þarf án nokkurs vafa bæði nýja hugsun og ný vinnubrögð. Það mun líka reyna á þolinmæði, því það kemur ekki allt í einu og alls ekki af sjálfu sér. Sú leið, sem Háskólinn hefur ákveðið að fara inn á verður örugglega ekki greiðfær. Hún verður heldur ekki sársáukalaus. Það þarf að ýta á ýmsa auma bletti, hreyfa við mörgum rótgrónum hagsmunum og hrista upp í viðteknum hugsunarhætti. Allt mun það kalla á umræðu, sem síðan þarf að leiða inn á þá braut, sem markið hefur verið sett á. Ef menn ætla að skjóta sér undan óþægindunum er óvíst um árangur. Eitt af því, sem Háskólinn þarf að velta fyrir sér er sjálft stjórnfyrirkomulag skólans. Það byggir um margt á gömlum rótgrónum hugmyndum. Svara þær kalli nýs tíma? Það gæti verið nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórnsýsluna. Önnur nærtæk spurning lýtur að skólagjöldum. Aðrir háskólar í landinu hafa sumir hverjir heimild til ákveðinnar gjaldtöku. Getur Háskóli Íslands búið við þá samkeppnisaðstöðu? Þó að samkeppni í íslensku háskólastarfi hljóti eðli máls samkvæmt fyrst og fremst að vera við erlenda háskóla er engum vafa undirorpið, að innlend samkeppni á þessu sviði er líka holl. Háskólastarf og rannsóknir úti á landsbyggðinni er einnig afar mikilvægt fyrir samfélagsþróunina í landinu. Að þessu leyti er Háskóli Íslands ekki eyland í samfélaginu og á ekki að vera það. En þessi sannindi breyta ekki hinu, að hér á landi eru fleiri háskólar að tiltölu en á öðrum byggðum bólum. Hvaða vit er í því? Æðsta yfirstjórn menntamála í landinu þarf að svara þeirri spurningu afdráttarlaust, þó að skynsamleg svör geti vakið upp viðbrögð og raskað hagsmunum, sem eru að ná eða hafa náð fótfestu í kerfinu. Til þess að ná settu marki þarf vafalaust að verja meira fé til Háskólans á næstu árum. En áður en svar við þeirri einföldu spurningu er gefið þurfa bæði Háskólinn og menntamálaráðuneytið að svara ýmsum spurningum um innviði og skipulag háskólastarfs í landinu. En kjarni málsins er sá, að verðugt markmið hefur verið sett og tími er kominn til að hefjast handa um Háskóla á heimsvísu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun