Sæl elskan, takk vinan 17. janúar 2006 00:01 Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur. Það er kannski ekki alveg rökrétt en þetta orðatiltæki kom mér þó í hug þegar ég velti fyrir mér ákveðinni hegðun fólks og þá kannski sérstaklega kvenna. Við þessar elskur erum nefnilega ekki alltaf alveg í lagi. Þeir eru til sem halda því fram að konur hafi náð fullu jafnrétti hér á landi. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að ungir og að verða miðaldra karlar eigi undir högg að sækja því konur gangi alls staðar fyrir og til sannindamerkis um þetta er gjarnan vísað til kynjasamsetningar embættismanna Reykjavíkurborgar. Ég hef ekki gert neina könnun á embættismönnum Reykjavíkurborgar og tel það reyndar óþarft til að staðhæfa að konur hafa ekki náð fullu jafnrétti, eiga enn nokkuð í land og mega hvergi slaka á í kröfum sínum og atferli til að ná og síðan halda rétti sínum. Framkoma fólks gagnvart hvert öðru skiptir miklu máli. Með framkomu og ávarpsorðum er auðvelt og algeng aðferð að setja fólki mörk eða skipa því á bás. Í gamla daga gegndu þéringar þessu hlutverki, ákveðinni fjarlægð var haldið í samskiptum manna á milli með þéringum. Ég er svo gömul að við þéruðum kennarana okkar í Menntaskólanum í Reykjavík, svo liðu tvö ár og ég fór í Háskóla Íslands og þá tíðkaðist sá siður ekki þar, það tók mig nokkurn tíma að venjast því að segja þú við prófessorana. Þessi upprifjun skiptir engu máli og ekki hvarflar að mér að sakna þéringa, hinu neita ég ekki að stundum finnst mér fólk vaða á skítugum skónum hvert yfir annað með ávarpsorðum sem notuð eru. Það er engin einföld regla í þessum efnum fremur en svo mörgum öðrum. Þó þori ég að fullyrða að sum orð ber að forðast fremur en önnur til þess að þeirri eða þeim sem talað er við finnist ekki talað niður til sín. Í þessum flokki ber fyrst að nefna eignarfornöfnin: mín og minn, nafnorðin: vinan og vinur og síðast en ekki síst þetta orð elskan, sem er jafn fallegt úr munni þess sem má nota það og það er óþolandi úr munni þess sem ekki hefur þann sess í lífi manns eða konu. Ó, að lífið væri svo einfalt að þessi leiðbeining nægði. En það er nefnilega síður en svo því það er aldeilis allt í lagi að sumt fólk, og jafnvel nánast ókunnugt, noti öll þessi orð, konu finnst ekkert athugavert við það og stundum bara svolítið vænt um það, en þá er líka alveg ljóst að engin undirmál eru í gangi. Þó ég láti e.t.v. að því liggja hér að framan að þessi hegðan bitni jafnt á konum sem körlum, þá er það nú einungis af einhverjum hvötum til að reyna að egna ekki til úlfúðar á milli kynjanna um þetta málefni. Ég hlýt hins vegar að viðurkenna að ég meina ekkert með því og tel að það séu fyrst og fremst konur sem talað er niður til á þennan hátt. Og því minntist ég á klárinn hér í upphafi, að við konur sem erum búnar að yggla okkur framan og aftan í karla sem tróna yfir okkur í vinnunni meðal annars með því að kalla okkur vinurnar og elskurnar, erum svo síst skárri þegar við komum saman og getum sjálfar sett umgengnisreglurnar. Hvað gerist þegar við konur lendum í kvennaselskap, vinnum saman, erum saman á fundum, á kennarastofunni eða bara einhvers staðar í starfserindum en ekki vinskapar, hvernig ávörpum við og tölum hver við aðra? Svo óskiljanlegt sem það nú er þá heldur þetta gjarnan áfram. Við erum áfram elskur, mín og þín left, right og center. Þetta er náttúrlega alveg ófært. Ég velti fyrir mér hvað er til ráða. Datt fyrst í hug hvort Björgúlfur gæti gert eitthvað, kannski keypt eitthvað, selt eitthvað eða bara borgað eitthvað, en svo komst ég að því að það væri ekki til neins. Eina ráðið er að biðja bæði konur og karla að sýna aðgát í nærveru sálar og nota aðrar aðferðir til að auka status sinn eða festa hann í sessi en að tala niður til fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur. Það er kannski ekki alveg rökrétt en þetta orðatiltæki kom mér þó í hug þegar ég velti fyrir mér ákveðinni hegðun fólks og þá kannski sérstaklega kvenna. Við þessar elskur erum nefnilega ekki alltaf alveg í lagi. Þeir eru til sem halda því fram að konur hafi náð fullu jafnrétti hér á landi. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að ungir og að verða miðaldra karlar eigi undir högg að sækja því konur gangi alls staðar fyrir og til sannindamerkis um þetta er gjarnan vísað til kynjasamsetningar embættismanna Reykjavíkurborgar. Ég hef ekki gert neina könnun á embættismönnum Reykjavíkurborgar og tel það reyndar óþarft til að staðhæfa að konur hafa ekki náð fullu jafnrétti, eiga enn nokkuð í land og mega hvergi slaka á í kröfum sínum og atferli til að ná og síðan halda rétti sínum. Framkoma fólks gagnvart hvert öðru skiptir miklu máli. Með framkomu og ávarpsorðum er auðvelt og algeng aðferð að setja fólki mörk eða skipa því á bás. Í gamla daga gegndu þéringar þessu hlutverki, ákveðinni fjarlægð var haldið í samskiptum manna á milli með þéringum. Ég er svo gömul að við þéruðum kennarana okkar í Menntaskólanum í Reykjavík, svo liðu tvö ár og ég fór í Háskóla Íslands og þá tíðkaðist sá siður ekki þar, það tók mig nokkurn tíma að venjast því að segja þú við prófessorana. Þessi upprifjun skiptir engu máli og ekki hvarflar að mér að sakna þéringa, hinu neita ég ekki að stundum finnst mér fólk vaða á skítugum skónum hvert yfir annað með ávarpsorðum sem notuð eru. Það er engin einföld regla í þessum efnum fremur en svo mörgum öðrum. Þó þori ég að fullyrða að sum orð ber að forðast fremur en önnur til þess að þeirri eða þeim sem talað er við finnist ekki talað niður til sín. Í þessum flokki ber fyrst að nefna eignarfornöfnin: mín og minn, nafnorðin: vinan og vinur og síðast en ekki síst þetta orð elskan, sem er jafn fallegt úr munni þess sem má nota það og það er óþolandi úr munni þess sem ekki hefur þann sess í lífi manns eða konu. Ó, að lífið væri svo einfalt að þessi leiðbeining nægði. En það er nefnilega síður en svo því það er aldeilis allt í lagi að sumt fólk, og jafnvel nánast ókunnugt, noti öll þessi orð, konu finnst ekkert athugavert við það og stundum bara svolítið vænt um það, en þá er líka alveg ljóst að engin undirmál eru í gangi. Þó ég láti e.t.v. að því liggja hér að framan að þessi hegðan bitni jafnt á konum sem körlum, þá er það nú einungis af einhverjum hvötum til að reyna að egna ekki til úlfúðar á milli kynjanna um þetta málefni. Ég hlýt hins vegar að viðurkenna að ég meina ekkert með því og tel að það séu fyrst og fremst konur sem talað er niður til á þennan hátt. Og því minntist ég á klárinn hér í upphafi, að við konur sem erum búnar að yggla okkur framan og aftan í karla sem tróna yfir okkur í vinnunni meðal annars með því að kalla okkur vinurnar og elskurnar, erum svo síst skárri þegar við komum saman og getum sjálfar sett umgengnisreglurnar. Hvað gerist þegar við konur lendum í kvennaselskap, vinnum saman, erum saman á fundum, á kennarastofunni eða bara einhvers staðar í starfserindum en ekki vinskapar, hvernig ávörpum við og tölum hver við aðra? Svo óskiljanlegt sem það nú er þá heldur þetta gjarnan áfram. Við erum áfram elskur, mín og þín left, right og center. Þetta er náttúrlega alveg ófært. Ég velti fyrir mér hvað er til ráða. Datt fyrst í hug hvort Björgúlfur gæti gert eitthvað, kannski keypt eitthvað, selt eitthvað eða bara borgað eitthvað, en svo komst ég að því að það væri ekki til neins. Eina ráðið er að biðja bæði konur og karla að sýna aðgát í nærveru sálar og nota aðrar aðferðir til að auka status sinn eða festa hann í sessi en að tala niður til fólks.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun