Svikarar bjóða milljónir 12. október 2005 00:01 Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. > Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. >
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira