Svikarar bjóða milljónir 12. október 2005 00:01 Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. > Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. >
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira