Svikarar bjóða milljónir 12. október 2005 00:01 Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. > Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. >
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira