Innlent

Halda ráðstefnu um menningu í fangelsum

Frá Litla-Hrauni.
Frá Litla-Hrauni. MYND/Stefán

Fangelsismálayfirvöld á Norðurlöndum hafa fengið um900.000 krónur í styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að halda fangelsismenntaráðstefnu þar sem fjallað verður um menningu í fangelsum. Ráðstefnan verður haldin í maí á næsta ári á Selfossi.

Fram kemur á vef Norðurlandaráðs að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mun i opna ráðstefnuna og Helgi Gunnlaugsson , prófessor við Háskólann í Reykjavík , mun i ræða um menningu í fangelsum.

Fjallað verður um mismunandi þemu og velja þátttakendur eftir áhugasviði sínu. Einnig verður hópstarf um menningu þjóðarbrota í fangelsum og menningarvirkni í fangelsum þar sem rætt verður um leikhópastarf í norskum fangelsum, höggmyndlist, teikningu og málun í finnskum fangelsum, nýtingu bókasafna og reynslu af því að nýta tónlist í fangelsum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Í pallborðsumræðum verður meðal annars rætt um fangelsis- og fangamenningu ogþar mun Erlendur S. Baldursson frá Fangelsismálastofnun ríkisins ræða um menningu í fangelsum. Fangar sem sitja í íslenskum fangelsum munu einnig taka þátt auk þess sem íslensk menning verður kynnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×