Innlent

Þrettán efstu sætin í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor var kynntur nú fyrir stundu. Þrettán efstu sætin eru í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fram fór í nóvember. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðir listann og Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, skipar heiðursætið á listanum.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor:

1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi;

2. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi;

3. Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og varaborgarfulltrúi;

4. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi;

5. Júlíus Vífill Ingvarsson, lögfræðingur;

6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra;

7. Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi;

8. Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun;

9. Bolli Skúlason Thoroddsen, formaður Heimdallar;

10. Marta Guðjónsdóttir, kennari við Tjarnarskóla;

11. Ragnar Sær Ragnarsson, leikskólakennari;

12. Kristján Guðmundsson, húsasmíðameistari;

13. Björn Gíslason, slökkviliðsmaður;

14. Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri;

15. Elínbjörg Magnúsdóttir, sérhæfður fiskvinnslumaður;

16. Helga Kristín Auðunsdóttir, viðskiptalögfræðingur;

17. Rúnar Freyr Gíslason, leikari;

18. Stefanía Katrín Karlsdóttir, viðskiptafræðingur MBA;

19. Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur;

20. Guðrún P. Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur;

21. Einar Eiríksson, kaupmaður;

22. Kristinn Vilbergsson, framkvæmdastjóri;

23. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor;

24. Sveinn Scheving, öryrki;

25. Helga Steffensen, brúðuleikari;

26. Ellen Margrét Ingvadóttir, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi;

27. Jóna Gróa Sigurðardóttir, húsmóðir og nemi;

28. Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi fomaður VR;

29. Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur;

30. Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×