Athugun á flutningi olíubirgðastöðvar hefur dregist 13. desember 2005 22:30 Samþykkt var í borgarstjórn fyrir um ári að starfshópur færi í að athuga með flutning olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Sú vinna hefur dregist um marga mánuði en hópurinn fer á fund með forsvarsmönnum olíufélaganna í lok vikunnar. Starfshópur hjá Reykjavíkurborg átti að skila greinargerð síðasta vor um það hvernig hægt verði að flytja olíubirgðastöðina eða hluta hennar úr Örfirisey. En það er ekki fyrr en nú í kjölfar olíubrunans í Bretlandi sem starfshópurinn er að hefja störf. Á föstudag á starfshópurinn sinn fyrsta fund með forsvarsmönnum olíufélaganna um hugsanlega flutninga sem er löngu tímabært að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutti tillögu um málið í byrjun nóvember í fyrra. Eins og fram hefur komið í fréttum er olíubirgðastöðin í Bretlandi, sem nú stendur í ljósum lögum, af svipaðri stærð og sú sem er í Örfirisey. Guðlaugur Þór segir þetta frekar staðfestingu á því sem vitað hafi verið, að það sé ekki heppilegt að hafa stöðina og það séu margar ástæður fyrir því. Ein ástæðan sé sú að hún sé nærri miðborgarsvæðinu. Guðlaugur segir enn fremur að það hafi verið tækifæri vegna breytinga hjá varnarliðinu að fara yfir þau mál með þeim aðilum varðandi þeirra aðstöðu sem þeir hafa notað, hvort sem um er að ræða Helguvík eða Hvalfjörð. Þannig hafi allt mælt með því að vinna hratt og örugglega í þessu máli og vonandi muni það gerast núna. Froðubirgðir á Íslandi eru ekki nægar til þess að slökkva eld eins og þann sem nú logar í bresku olíubirgðastöðinni. Aðspurður hvort hann telji það hlutverk borgaryfirvalda að sjá til þess að nægar froðubirgðir séu til á meðan stöðin er í Örfirisey segir Guðlaugur að það hljóti að vera hlutverk borgaryfirvalda að sjá til þess að öryggi borgaranna sé tryggt og það skipti engu máli hvort um er að ræða froðu í tengslum við þetta eða eitthvað annað. Menn hljóti að taka það hlutverk sitt mjög alvarlega og fara yfir það í tengslum við þennan atburð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast svara frá Kennarasambandinu Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Sjá meira
Samþykkt var í borgarstjórn fyrir um ári að starfshópur færi í að athuga með flutning olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Sú vinna hefur dregist um marga mánuði en hópurinn fer á fund með forsvarsmönnum olíufélaganna í lok vikunnar. Starfshópur hjá Reykjavíkurborg átti að skila greinargerð síðasta vor um það hvernig hægt verði að flytja olíubirgðastöðina eða hluta hennar úr Örfirisey. En það er ekki fyrr en nú í kjölfar olíubrunans í Bretlandi sem starfshópurinn er að hefja störf. Á föstudag á starfshópurinn sinn fyrsta fund með forsvarsmönnum olíufélaganna um hugsanlega flutninga sem er löngu tímabært að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutti tillögu um málið í byrjun nóvember í fyrra. Eins og fram hefur komið í fréttum er olíubirgðastöðin í Bretlandi, sem nú stendur í ljósum lögum, af svipaðri stærð og sú sem er í Örfirisey. Guðlaugur Þór segir þetta frekar staðfestingu á því sem vitað hafi verið, að það sé ekki heppilegt að hafa stöðina og það séu margar ástæður fyrir því. Ein ástæðan sé sú að hún sé nærri miðborgarsvæðinu. Guðlaugur segir enn fremur að það hafi verið tækifæri vegna breytinga hjá varnarliðinu að fara yfir þau mál með þeim aðilum varðandi þeirra aðstöðu sem þeir hafa notað, hvort sem um er að ræða Helguvík eða Hvalfjörð. Þannig hafi allt mælt með því að vinna hratt og örugglega í þessu máli og vonandi muni það gerast núna. Froðubirgðir á Íslandi eru ekki nægar til þess að slökkva eld eins og þann sem nú logar í bresku olíubirgðastöðinni. Aðspurður hvort hann telji það hlutverk borgaryfirvalda að sjá til þess að nægar froðubirgðir séu til á meðan stöðin er í Örfirisey segir Guðlaugur að það hljóti að vera hlutverk borgaryfirvalda að sjá til þess að öryggi borgaranna sé tryggt og það skipti engu máli hvort um er að ræða froðu í tengslum við þetta eða eitthvað annað. Menn hljóti að taka það hlutverk sitt mjög alvarlega og fara yfir það í tengslum við þennan atburð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast svara frá Kennarasambandinu Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Sjá meira