Innlent

Ríkið borgar sveitarfélögunum

MYND/Pjetur
Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir þetta skila sveitarfélögunum um 200 milljónum króna á ársgrundvelli, af því renni um 100 milljónir í borgarsjóð. Önnur breyting sem verður um áramót er að fasteignagjöld fyrirtækja verða reiknuð frá þeim tíma sem þau eru tekin í notkun en áður voru þau reiknuð frá desember það ár sem hús voru tekin í notkun. Borgarsjóði segir þetta geta skipt miklu fyrir bæjarfélög, sérstaklega þegar um er að ræða stór og dýr hús sem bera háa skatta.

Borgarstjóri segir stefnt að því að álagningarprósenta fasteignagjalda lækki úr 0,32 prósentum í 0,27 prósent en það á að skila sömu tekjum og áður þar sem fasteignamat hækkar mikið milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×