Innlent

Skúli Helgason ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Skúli Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá og með næstu áramótum. Skúli er fæddur í Reykjavík árið 1965. Hann lauk MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Humphrey Institute of Public Affairs við Minnesotaháskóla í maí síðastliðnum og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands vorið 1994. Hann var útgáfustjóri tónlistar hjá Eddu-miðlun og útgáfu 2001-2003 og framkvæmdastjóri innlendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg Evópu árið 2000. Skúli var dagskrárstjóri Bylgjunnar árið 1998 og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands árið 1992.

Skúli hefur setið í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna, Félagsstofnunar stúdenta, Háskólabíós og Hollvinasamtaka Háskóla Íslands.  Hann var verkefnisstjóri í kosningabaráttu Reykjavíkurlistans vorið 1994 og aftur 2002 og tók þátt í kosningabaráttu Samfylkingarinnar vorið 2003. Þá átti hann sæti í verkefnahóp hjá John Kerry forsetaframbjóðanda demókrata í Bandaríkjunum árið 2004.

 

Skúli er kvæntur Önnu Lind Pétursdóttir og á þrjá syni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×