Innlent

Samfylkingin tapar fylgi

MYND/Valgarður

Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans hefur ekki mælst minna en nú á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við formennsku.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups mælist nú fylgi Samfylkingar 26%. Það er lægsta fylgi flokksins á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur nú tapað fylgi í hverri skoðanakannakönnuninni á eftir annarri frá því Ingibjörg tók við formennsku. Tapið nemur um átta prósentustigum. Hún sagði þetta vissulega vera áhyggjuefni og að Samfylkingin þyrfti að taka ýmislegt til skoðunar.

Ingibjörg Sólrún benti á að í kringum síðasta landsfund hefði Samfylkingin aukið fylgi sitt í 36% og það þakkaði hún forystunni. Hún sagði einnig að forysta og flokkur væru eitt og því væru þetta einnig skilaboð til flokksins sem og forystunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×